Laugardalsvöllur tekur lit Valur Páll Eiríksson skrifar 29. apríl 2025 10:31 Líkt og sjá má er tekið að grænka í Laugardalnum, en völlurinn hefur verið moldarflag síðustu mánuði. Vísir/Anton Brink Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist. Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira