„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Hinrik Wöhler skrifar 28. apríl 2025 22:29 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, átti erfitt með að vera rólegur á hliðarlínunni þrátt fyrir sannfærandi sigur. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú. „Ég er gríðarlega sáttur og ofboðslega ánægður að hafa náð unnið þennan leik og haldið markinu hreinu og skorað þrjú mörk, bara frábært. Mér fannst Afturelding alltaf hættulegir, þeir voru flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar. Mosfellingar fengu tækifæri til að skora en þeir náðu ekki að brjóta ísinn. Leikurinn fór 3-0 en Rúnar segir að hann hafi ekki verið rólegur á hliðarlínunni. „Þeir ná að halda boltanum og þrýsta til baka nokkrum sinnum en við sáum um að skora mörkin. Við áttum flottir sóknir og önnur færi, hefðum getað skorað meira. Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur.“ Þriðja markið gerði út um leikinn Vuk Oskar Dimitrijevic rak smiðshöggið með sigrinum með þriðja marki Fram á 74. mínútu og gat þá Rúnar loks andað léttar. „Frábært að fá þriðja markið inn og það slökkti aðeins í þeim. Við vissum að þeir myndu koma sterkari í síðari hálfleik og taka fleiri sjénsa en við náðum að nýta það vel með sækja hratt og fáum gefins mark. Komum okkur í 3-0 og það gerir út um allt leikinn,“ sagði Rúnar um þriðja markið. Mosfellingar vildu fá brot í aðdraganda marksins en Rúnar segir að hann ekkert verið að fylgjast með leiknum á því augnabliki. „Nei, ég sá þetta ekki. Ég var ekkert að fylgjast með þessu og var bara hissa þegar við vorum sloppnir í þessa stöðu. Þjálfarar halda með sínu liði og vilja fá brot, ekki satt? Ég vildi fá fullt af brotum sem ég fékk ekki en það er alltaf þyngra og erfiðara að taka þegar kemur mark upp úr slíku.“ Kenni Chopart var gulls ígildi fyrir Framara í kvöld en fyrirliðinn skoraði fyrsta markið með góðum skalla og bjargaði einnig hetjulega á marklínu í seinni hálfleik. „Kennie er búinn að vera frábær fyrir Fram og öll varnarlínan var frábær í dag. Sigurjón, Kyle, Israel og Halli [Haraldur Einar] og Þorri kemur inn og gerir frábæra hluti líka. Það eru allir að leggja á sig vinnu og svarið sem þeir gáfu mér eftir síðasta leik var gott. Menn hafa trú á þessu verkefni og við þurfum að halda áfram. Mótið er rétt að byrja og við værum til að vera með fleiri stig en staðan er svona,“ sagði Rúnar um fyrirliða Fram. Sló á þráðinn til Hannesar Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun og hafa Framarar skamman tíma til að finna markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson samdi við Leikni á dögunum. „Við erum í logandi ljósi að leita að einhverjum sem getur nýst vel í hóp hjá okkur. Við erum bara með einn 2. flokks markmann sem þarf líka að spila með 2. flokki og getur ekki æft á öllum æfingum hjá okkur. Við þurfum að hafa æfingarmarkmann og einhvern sem veitir pressu á fyrsta markmanninn. Það er hollt og gott að það sé samkeppni,“ sagði Rúnar. Rúnar segir að það hafi ýmis nöfn komið upp í leitinni að markverði og meðal annars fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Rúnar Kristinsson náði ekki að plata sinn fyrrum lærisvein til að taka fram skóna á ný.Vísir/Vilhelm „Það er búið að hringja í Hannes og hafa ýmis nöfn komið upp. Við erum enn þá með eitthvað í pokahorninu en ekkert öruggt og höfum daginn á morgun til þess að klára þessi mál og ef við erum heppnir þá finnum við góðan mann“ Hvað sagði Hannes? „Hann meiddi sig í skíðaferðalagi í vor og er enn að ná sér eftir það. Annars hefði hann verið klár, við skilum bara batakveðjum á hann,“ sagði Rúnar glettinn. Fram Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur og ofboðslega ánægður að hafa náð unnið þennan leik og haldið markinu hreinu og skorað þrjú mörk, bara frábært. Mér fannst Afturelding alltaf hættulegir, þeir voru flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar. Mosfellingar fengu tækifæri til að skora en þeir náðu ekki að brjóta ísinn. Leikurinn fór 3-0 en Rúnar segir að hann hafi ekki verið rólegur á hliðarlínunni. „Þeir ná að halda boltanum og þrýsta til baka nokkrum sinnum en við sáum um að skora mörkin. Við áttum flottir sóknir og önnur færi, hefðum getað skorað meira. Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur.“ Þriðja markið gerði út um leikinn Vuk Oskar Dimitrijevic rak smiðshöggið með sigrinum með þriðja marki Fram á 74. mínútu og gat þá Rúnar loks andað léttar. „Frábært að fá þriðja markið inn og það slökkti aðeins í þeim. Við vissum að þeir myndu koma sterkari í síðari hálfleik og taka fleiri sjénsa en við náðum að nýta það vel með sækja hratt og fáum gefins mark. Komum okkur í 3-0 og það gerir út um allt leikinn,“ sagði Rúnar um þriðja markið. Mosfellingar vildu fá brot í aðdraganda marksins en Rúnar segir að hann ekkert verið að fylgjast með leiknum á því augnabliki. „Nei, ég sá þetta ekki. Ég var ekkert að fylgjast með þessu og var bara hissa þegar við vorum sloppnir í þessa stöðu. Þjálfarar halda með sínu liði og vilja fá brot, ekki satt? Ég vildi fá fullt af brotum sem ég fékk ekki en það er alltaf þyngra og erfiðara að taka þegar kemur mark upp úr slíku.“ Kenni Chopart var gulls ígildi fyrir Framara í kvöld en fyrirliðinn skoraði fyrsta markið með góðum skalla og bjargaði einnig hetjulega á marklínu í seinni hálfleik. „Kennie er búinn að vera frábær fyrir Fram og öll varnarlínan var frábær í dag. Sigurjón, Kyle, Israel og Halli [Haraldur Einar] og Þorri kemur inn og gerir frábæra hluti líka. Það eru allir að leggja á sig vinnu og svarið sem þeir gáfu mér eftir síðasta leik var gott. Menn hafa trú á þessu verkefni og við þurfum að halda áfram. Mótið er rétt að byrja og við værum til að vera með fleiri stig en staðan er svona,“ sagði Rúnar um fyrirliða Fram. Sló á þráðinn til Hannesar Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun og hafa Framarar skamman tíma til að finna markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson samdi við Leikni á dögunum. „Við erum í logandi ljósi að leita að einhverjum sem getur nýst vel í hóp hjá okkur. Við erum bara með einn 2. flokks markmann sem þarf líka að spila með 2. flokki og getur ekki æft á öllum æfingum hjá okkur. Við þurfum að hafa æfingarmarkmann og einhvern sem veitir pressu á fyrsta markmanninn. Það er hollt og gott að það sé samkeppni,“ sagði Rúnar. Rúnar segir að það hafi ýmis nöfn komið upp í leitinni að markverði og meðal annars fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Rúnar Kristinsson náði ekki að plata sinn fyrrum lærisvein til að taka fram skóna á ný.Vísir/Vilhelm „Það er búið að hringja í Hannes og hafa ýmis nöfn komið upp. Við erum enn þá með eitthvað í pokahorninu en ekkert öruggt og höfum daginn á morgun til þess að klára þessi mál og ef við erum heppnir þá finnum við góðan mann“ Hvað sagði Hannes? „Hann meiddi sig í skíðaferðalagi í vor og er enn að ná sér eftir það. Annars hefði hann verið klár, við skilum bara batakveðjum á hann,“ sagði Rúnar glettinn.
Fram Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira