Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2025 10:14 Elísabet Olka og Högna Heiðbjört opnuðu sýningu í Kaupmannahöfn með stæl. Sigurrós Eiðsdóttir Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur. Margt var um manninn á opnuninni og meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, skapandi einstaklinga og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar. Sýningin stendur til 7. maí næstkomandi. Heimspekileg listsköpun Elísabet og Högna eru báðar búsettar í Kaupmannahöfn og njóta þess að lifa og hrærast í listasenunni þar en halda á sama tíma góðri tengingu við Ísland. Elísabet Olka er útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og nam framhaldsnám Billedkunst og í Kaupmannahöfn. Högna lærði myndlist við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og hlaut BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Í verkum Elísabetar á sýningunni rannsakar hún meðal annars tengsl hluta og hugmynda, hvernig dauðir hlutir geta í raun borið með sér tilfinningar og minningar. Innblásturinn kemur meðal annars frá franska heimspekingnum Gaston Bachelard, sem fjallaði um hvernig rými, tilfinningar og ímyndunarafl móta skynjun okkar á heiminum. Verk eftir Elísabetu Olku. Sigurrós Eiðsdóttir „Mér finnst svo áhugavert að hlutir geta borið með sér tilfinningalega og huglæga merkingu, hvernig sumir hlutir geta orðið að geymslustað minninga,“ segir Elísabet. „Ég hugsa keramik myndirnar mínar á sýningunni sem ljóðræna frásögn í brotum, þar sem hver flís geymir sína sögu en verður svo hluti af stærra samhengi þegar þeim er svo raðað í eina mynd. Þannig skapast nýjar tengingar og nýjar merkingar. Mótífið á flísunum sýnir það sem er brothætt, bæði það huglæga sem við finnum innra með okkur, eins og tilfinningar og dagdraumar og það sem við getum séð og snert, eins og hlutir í umhverfinu.“ Stöðugt að upplifa liti Í verkum Högnu púslar hún ýmist saman málningu og litaprufum til að mynda málverk. Hún nálgast málverkin með innsæi en einnig kerfisbundnum aðferðum. Litaval er miðdepill verkanna og dregur hún innblástur frá veraldlegum hlutum úr umhverfi sínu. Verk eftir Högnu Heiðbjörtu.Sigurrós Eiðsdóttir „Ég er alltaf að upplifa liti í umhverfi mínu, ég fylgist með þeim breytast með árstíðunum til dæmis. Ég tek fullt af ljósmyndum af hlutum sem er einkennandi á litin og svo púsla ég þessum litum saman í málverk. Ég upplifi þetta ferli eins og ég sé einhvers konar augndropateljari, að taka litaprufur úr umhverfinu mínu og sameina litina svo á strigann.“ Wild horses Gallery þar sem sýningin stendur var stofnað haustið 2023 af Sigurrós Eiðsdóttur og hefur á skömmum tíma öðlast orðspor sem spennandi og nýstárlegt gallerí í Kaupmannahöfn. Galleríið leggur áherslu á framúrskarandi samtímalist með fjölbreyttri og lifandi sýningarflóru, þar sem rýmið sjálft gegnir lykilhlutverki í upplifun gesta. Hjónin Sigurrós og Dane reka Wild Horses Gallery og kaffihús.Aðsend Sigurrós lauk BA námi í myndlist frá Goldsmiths University of London, og rekur auk gallerísins tískumerkið SÓSA studio, þar sem hún sameinar list, hönnun og handverk á einstakan hátt. Við hlið gallerísins er Wild Horses kaffihús, sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum. Það var tilnefnt sem kaffihús ársins í „Byens Bedste“ af Politiken árið 2023 og aftur árið 2024 af Berlingske. Hér má sjá myndir frá opnuninni: Stefanía Kristín Bjarnadóttir, Högna Heiðbjört og Sverrir Thordarson.Sigurrós Eiðsdóttir Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir hönnuður á spjalli.Sigurrós Eiðsdóttir Ísidór Jökull Bjarnason tónlistarmaður og Pedro Faria Blanc.Sigurrós Eiðsdóttir Elísabet Olka og Gísli Galdur tónlistarmaður.Sigurrós Eiðsdóttir Snædís Björnsdóttir í góðum félagsskap.Sigurrós Eiðsdóttir Sýningargestir á kaffihúsinu.Sigurrós Eiðsdóttir Eyrún Björk leikkona lét sig ekki vanta.Sigurrós Eiðsdóttir Líf og fjör á opnuninni!Sigurrós Eiðsdóttir Listrænir gestir.Sigurrós Eiðsdóttir Högna Heiðbjört listakona.Sigurrós Eiðsdóttir Tumi Magnússon myndlistarmaður ásamt Elísabetu Olku að skoða verk.Sigurrós Eiðsdóttir Elísabet Olka og Högna Heiðbjört voru í skýjunum með opnunina.Sigurrós Eiðsdóttir Kristín Kristjáns, Elísabet Olka og Alistair Macintyre myndlistarmaður.Sigurrós Eiðsdóttir Mikið fjör!Sigurrós Eiðsdóttir Elísabet Olka töffari.Sigurrós Eiðsdóttir Glæsilegar listakonur, Elísabet Olka og Högna Heiðbjört.Sigurrós Eiðsdóttir Íslendingar erlendis Myndlist Menning Danmörk Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Margt var um manninn á opnuninni og meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, skapandi einstaklinga og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar. Sýningin stendur til 7. maí næstkomandi. Heimspekileg listsköpun Elísabet og Högna eru báðar búsettar í Kaupmannahöfn og njóta þess að lifa og hrærast í listasenunni þar en halda á sama tíma góðri tengingu við Ísland. Elísabet Olka er útskrifuð frá Listaháskóla Íslands og nam framhaldsnám Billedkunst og í Kaupmannahöfn. Högna lærði myndlist við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og hlaut BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Í verkum Elísabetar á sýningunni rannsakar hún meðal annars tengsl hluta og hugmynda, hvernig dauðir hlutir geta í raun borið með sér tilfinningar og minningar. Innblásturinn kemur meðal annars frá franska heimspekingnum Gaston Bachelard, sem fjallaði um hvernig rými, tilfinningar og ímyndunarafl móta skynjun okkar á heiminum. Verk eftir Elísabetu Olku. Sigurrós Eiðsdóttir „Mér finnst svo áhugavert að hlutir geta borið með sér tilfinningalega og huglæga merkingu, hvernig sumir hlutir geta orðið að geymslustað minninga,“ segir Elísabet. „Ég hugsa keramik myndirnar mínar á sýningunni sem ljóðræna frásögn í brotum, þar sem hver flís geymir sína sögu en verður svo hluti af stærra samhengi þegar þeim er svo raðað í eina mynd. Þannig skapast nýjar tengingar og nýjar merkingar. Mótífið á flísunum sýnir það sem er brothætt, bæði það huglæga sem við finnum innra með okkur, eins og tilfinningar og dagdraumar og það sem við getum séð og snert, eins og hlutir í umhverfinu.“ Stöðugt að upplifa liti Í verkum Högnu púslar hún ýmist saman málningu og litaprufum til að mynda málverk. Hún nálgast málverkin með innsæi en einnig kerfisbundnum aðferðum. Litaval er miðdepill verkanna og dregur hún innblástur frá veraldlegum hlutum úr umhverfi sínu. Verk eftir Högnu Heiðbjörtu.Sigurrós Eiðsdóttir „Ég er alltaf að upplifa liti í umhverfi mínu, ég fylgist með þeim breytast með árstíðunum til dæmis. Ég tek fullt af ljósmyndum af hlutum sem er einkennandi á litin og svo púsla ég þessum litum saman í málverk. Ég upplifi þetta ferli eins og ég sé einhvers konar augndropateljari, að taka litaprufur úr umhverfinu mínu og sameina litina svo á strigann.“ Wild horses Gallery þar sem sýningin stendur var stofnað haustið 2023 af Sigurrós Eiðsdóttur og hefur á skömmum tíma öðlast orðspor sem spennandi og nýstárlegt gallerí í Kaupmannahöfn. Galleríið leggur áherslu á framúrskarandi samtímalist með fjölbreyttri og lifandi sýningarflóru, þar sem rýmið sjálft gegnir lykilhlutverki í upplifun gesta. Hjónin Sigurrós og Dane reka Wild Horses Gallery og kaffihús.Aðsend Sigurrós lauk BA námi í myndlist frá Goldsmiths University of London, og rekur auk gallerísins tískumerkið SÓSA studio, þar sem hún sameinar list, hönnun og handverk á einstakan hátt. Við hlið gallerísins er Wild Horses kaffihús, sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum. Það var tilnefnt sem kaffihús ársins í „Byens Bedste“ af Politiken árið 2023 og aftur árið 2024 af Berlingske. Hér má sjá myndir frá opnuninni: Stefanía Kristín Bjarnadóttir, Högna Heiðbjört og Sverrir Thordarson.Sigurrós Eiðsdóttir Gunnhildur Ýrr Gunnarsdóttir hönnuður á spjalli.Sigurrós Eiðsdóttir Ísidór Jökull Bjarnason tónlistarmaður og Pedro Faria Blanc.Sigurrós Eiðsdóttir Elísabet Olka og Gísli Galdur tónlistarmaður.Sigurrós Eiðsdóttir Snædís Björnsdóttir í góðum félagsskap.Sigurrós Eiðsdóttir Sýningargestir á kaffihúsinu.Sigurrós Eiðsdóttir Eyrún Björk leikkona lét sig ekki vanta.Sigurrós Eiðsdóttir Líf og fjör á opnuninni!Sigurrós Eiðsdóttir Listrænir gestir.Sigurrós Eiðsdóttir Högna Heiðbjört listakona.Sigurrós Eiðsdóttir Tumi Magnússon myndlistarmaður ásamt Elísabetu Olku að skoða verk.Sigurrós Eiðsdóttir Elísabet Olka og Högna Heiðbjört voru í skýjunum með opnunina.Sigurrós Eiðsdóttir Kristín Kristjáns, Elísabet Olka og Alistair Macintyre myndlistarmaður.Sigurrós Eiðsdóttir Mikið fjör!Sigurrós Eiðsdóttir Elísabet Olka töffari.Sigurrós Eiðsdóttir Glæsilegar listakonur, Elísabet Olka og Högna Heiðbjört.Sigurrós Eiðsdóttir
Íslendingar erlendis Myndlist Menning Danmörk Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira