Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2025 11:03 Shedeur Sanders er skrautlegur karakter. vísir/getty Frægasti maðurinn í nýliðavali NFL-deildarinnar, Shedeur Sanders, átti erfiða daga í kringum nýliðavalið og ekki bætti úr skák er hann var gabbaður á ljótan hátt. Sanders er sonur goðsagnarinnar Deion Sanders, sem spilaði bæði í NFL og MLB, og hefur ferðalag þeirra feðga í háskólaboltanum allt verið skjalfest í þáttum sem Disney+ gerði. Er Sanders tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavalinu var í fyrstu talað um að hann gæti verið valinn fyrstur. Hann var alltaf í umræðunni um að vera á meðal fyrstu manna til að vera valinn. An NFL official said the league is looking into how Shedeur Sanders’ private number was leaked and then used for this prank call: pic.twitter.com/h5P1CIIQlI— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 27, 2025 Síðustu vikur fóru hins vegar illa. Hann þótti ekki standa sig vel í viðtölum við félögin í NFL-deildinni og sjarminn fór smám saman af honum. Svo mikið reyndar að hann var ekki valinn fyrr en númer 144 og það af Cleveland Browns. Í millitíðinni lenti hann í því að hringt var í hann og honum sagt að New Orleans Saints ætlaði að velja sig. Það var aftur á móti hrekkur sem sonur varnarþjálfara Atlanta Falcons, Jeff Ulbrich, stóð fyrir. Jax Ulbrich, the son of #Falcons DC Jeff Ulbrich, has released a statement apologizing for his prank call to Shedeur Sanders during the 2025 NFL Draft. pic.twitter.com/dalUjHjrxZ— Ian Rapoport (@RapSheet) April 27, 2025 Sá hefði séð símanúmer Sanders í iPad pabba síns og skrifað það niður. Hann nýtti sér það svo til þess að gabba leikstjórnandann unga. Þetta fannst fæstum fyndið og drengurinn gaf frá sér afsökunarbeiðni í gær. Falcons gerði slíkt hið sama. NFL-deildin er að fara yfir alla verkferla vegna þessa en pabbanum verður ekki refsað. NFL Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Sjá meira
Sanders er sonur goðsagnarinnar Deion Sanders, sem spilaði bæði í NFL og MLB, og hefur ferðalag þeirra feðga í háskólaboltanum allt verið skjalfest í þáttum sem Disney+ gerði. Er Sanders tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér í nýliðavalinu var í fyrstu talað um að hann gæti verið valinn fyrstur. Hann var alltaf í umræðunni um að vera á meðal fyrstu manna til að vera valinn. An NFL official said the league is looking into how Shedeur Sanders’ private number was leaked and then used for this prank call: pic.twitter.com/h5P1CIIQlI— Adam Schefter (@AdamSchefter) April 27, 2025 Síðustu vikur fóru hins vegar illa. Hann þótti ekki standa sig vel í viðtölum við félögin í NFL-deildinni og sjarminn fór smám saman af honum. Svo mikið reyndar að hann var ekki valinn fyrr en númer 144 og það af Cleveland Browns. Í millitíðinni lenti hann í því að hringt var í hann og honum sagt að New Orleans Saints ætlaði að velja sig. Það var aftur á móti hrekkur sem sonur varnarþjálfara Atlanta Falcons, Jeff Ulbrich, stóð fyrir. Jax Ulbrich, the son of #Falcons DC Jeff Ulbrich, has released a statement apologizing for his prank call to Shedeur Sanders during the 2025 NFL Draft. pic.twitter.com/dalUjHjrxZ— Ian Rapoport (@RapSheet) April 27, 2025 Sá hefði séð símanúmer Sanders í iPad pabba síns og skrifað það niður. Hann nýtti sér það svo til þess að gabba leikstjórnandann unga. Þetta fannst fæstum fyndið og drengurinn gaf frá sér afsökunarbeiðni í gær. Falcons gerði slíkt hið sama. NFL-deildin er að fara yfir alla verkferla vegna þessa en pabbanum verður ekki refsað.
NFL Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Sjá meira