Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 09:32 Derrick Harmon fékk frábærar fréttir og skeliflegar fréttir með nokkurra klukkutíma millibili. Getty/Brooke Sutton Derrick Harmon upplifði drauminn sinn á fimmtudagskvöldið en aðeins nokkrum klukkutímum síðar varð fjölskyldan hans fyrir miklu áfalli. Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025
NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira