Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2025 23:01 De Burgos Bengoetxea dæmdi meðal annars leik Real gegn Mallorca. Yasser Bakhsh/Getty Images Það verður ekki annað sagt en dramatíkin sé mikil í kringum úrslitaleik spænsku bikarkeppni karla í knattspyrnu þar sem Real Madríd og Barcelona mætast. Það er oftar en ekki dramatík þegar þessi lið mætast enda svo gott sem orðabókaskilgreiningin á erkifjendum. Úrslitaleikur bikarsins verður langt í frá fyrsti leikur liðanna á leiktíðinni en Real hefur hins vegar ekki enn unnið Barcelona á tímabilinu. Barcelona vann 2-1 sigur þegar þau mættust í vináttuleik fyrir mót. Barcelona vann 4-0 stórsigur í deildarleik liðanna í Madríd. Barcelona vann 5-2 sigur þegar liðin mættust í Ofurbikarnum. Í aðdraganda úrslitaleiksins hefur Real skorið upp herör gegn Ricardo de Burgos Bengoetxea en sá mun dæma leikinn á laugardagskvöld. Hann brást í grát á blaðamannafundi fyrir leik þegar hann útskýrði fyrir viðstöddum að sonur hans hefði komið grátandi heim úr skólanum því bekkjarfélagar hans hefðu kallað föður hans þjóf. Spanish referee Ricardo de Burgos Bengoetxea cried during a news conference on Friday as he detailed the impact criticism from Real Madrid’s in-house television channel and other outlets has had on him and his family.De Burgos Bengoetxea became visibly emotional as he described… pic.twitter.com/E6rTB418T4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 25, 2025 „Ég reyni að mennta son minn og segja honum að faðir hans sé heiðarlegur einstaklingur en geti gert mistök eins og annað íþróttafólk. Þetta er mjög erfitt og ég mæli ekki með þessu fyrir einn eða neinn. Það sem við erum að ganga í gegnum er ekki lagi,“ sagði dómarinn. Real Madríd brást við með að gagnrýna ummæli dómarans og þá hefur opinber sjónvarpsstöð félagsins sýnt hin ýmsu vafaatriði sem hafa átt sér stað í leikjum sem Bengoetxea dæmdi. Ofan á það hætti Real Madríd við blaðamannafund og æfingu í aðdraganda leiksins. Leikur Real Madríd og Barcelona hefst klukkan 20.00 annað kvöld, laugardag. Er því haldið fram að Carlo Ancelotti gæti látið af störfum sem þjálfari Real ef illa fer. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. 25. apríl 2025 15:18 „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. 23. apríl 2025 10:30 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. 20. apríl 2025 08:03 Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Carlo Ancelotti horfði upp á sína menn í Real Madrid detta út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi og nú lítur út fyrir að ítalski þjálfarinn á Santiago Bernabéu klári ekki þetta tímabili. 17. apríl 2025 12:56 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Það er oftar en ekki dramatík þegar þessi lið mætast enda svo gott sem orðabókaskilgreiningin á erkifjendum. Úrslitaleikur bikarsins verður langt í frá fyrsti leikur liðanna á leiktíðinni en Real hefur hins vegar ekki enn unnið Barcelona á tímabilinu. Barcelona vann 2-1 sigur þegar þau mættust í vináttuleik fyrir mót. Barcelona vann 4-0 stórsigur í deildarleik liðanna í Madríd. Barcelona vann 5-2 sigur þegar liðin mættust í Ofurbikarnum. Í aðdraganda úrslitaleiksins hefur Real skorið upp herör gegn Ricardo de Burgos Bengoetxea en sá mun dæma leikinn á laugardagskvöld. Hann brást í grát á blaðamannafundi fyrir leik þegar hann útskýrði fyrir viðstöddum að sonur hans hefði komið grátandi heim úr skólanum því bekkjarfélagar hans hefðu kallað föður hans þjóf. Spanish referee Ricardo de Burgos Bengoetxea cried during a news conference on Friday as he detailed the impact criticism from Real Madrid’s in-house television channel and other outlets has had on him and his family.De Burgos Bengoetxea became visibly emotional as he described… pic.twitter.com/E6rTB418T4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 25, 2025 „Ég reyni að mennta son minn og segja honum að faðir hans sé heiðarlegur einstaklingur en geti gert mistök eins og annað íþróttafólk. Þetta er mjög erfitt og ég mæli ekki með þessu fyrir einn eða neinn. Það sem við erum að ganga í gegnum er ekki lagi,“ sagði dómarinn. Real Madríd brást við með að gagnrýna ummæli dómarans og þá hefur opinber sjónvarpsstöð félagsins sýnt hin ýmsu vafaatriði sem hafa átt sér stað í leikjum sem Bengoetxea dæmdi. Ofan á það hætti Real Madríd við blaðamannafund og æfingu í aðdraganda leiksins. Leikur Real Madríd og Barcelona hefst klukkan 20.00 annað kvöld, laugardag. Er því haldið fram að Carlo Ancelotti gæti látið af störfum sem þjálfari Real ef illa fer.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. 25. apríl 2025 15:18 „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. 23. apríl 2025 10:30 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. 20. apríl 2025 08:03 Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Carlo Ancelotti horfði upp á sína menn í Real Madrid detta út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi og nú lítur út fyrir að ítalski þjálfarinn á Santiago Bernabéu klári ekki þetta tímabili. 17. apríl 2025 12:56 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. 25. apríl 2025 15:18
„Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. 23. apríl 2025 10:30
Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Carlo Ancelotti, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, segir engin illindi milli sín og forseta félagsins Florentino Pérez þrátt fyrir að Arsenal hafi slegið Real út í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. 20. apríl 2025 08:03
Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Carlo Ancelotti horfði upp á sína menn í Real Madrid detta út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi og nú lítur út fyrir að ítalski þjálfarinn á Santiago Bernabéu klári ekki þetta tímabili. 17. apríl 2025 12:56
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti