„Svona er úrslitakeppnin“ Hinrik Wöhler skrifar 22. apríl 2025 22:09 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hefur átt betri kvöld á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu. Olís-deild karla Valur Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira