„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 21:45 Jamil Abiad, þjálfari Vals, sá stórmun á liðinu milli leikja en þarf að finna lausnir sóknarlega. vísir / pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira