Einhleypir þokkasveinar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 09:00 Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi sett saman lista yfir glæsilega einhleypa þokkasveina. Með hækkandi sól og lengri dögum færist léttleiki í lífið, og hjörtun slá örar. Sumarið getur verið fullkomið tækifæri til að kynnast nýju fólki, daðra og mögulega finna ástina. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi sett saman lista yfir glæsilega einhleypa þokkasveina sem gætu vel stolið hjarta þínu í sumar. Stefán Einar Stefánsson- 41 árs Stefán hefur stimplað sig inn í huga og hjarta margra í gegnum skjáinn í þættinum Spursmál og er óneitanlega umdeildur. Hann er ekki bara glæsilegur heldur einnig sérfróður um kampavín, maður sem kann að lyfta glasi við rétt tækifæri. Stefán Einar fer um víðan völl á persónulegum nótum í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - 36 ára Miðbæjarprinsinn og eigandi Priksins Geoff er sjarmerandi kúltúrkarl sem þekkir takt íslensks menningarlífs eins og lófann á sér. Hann er með nefið fyrir réttu stemningunni, augun á smáatriðunum – og hjartað á réttum stað. Aron Már Ólafsson -32 ára Aron er einn huggulegasti leikari landsins, þekktur fyrir leik í þáttum eins og Verbúðinni, Svörtum söndum, Ófærð og Venjulegu fólki. Aron var meðal fyrstu samfélagsmiðlastjarnanna á Íslandi og vakti athygli með fyndnum Snapchat-innslögum árið 2015. Einhleypur, sjarmerandi og með húmorinn upp á tíu – Aron er einfaldlega draumur í dós. Aron Már Ólafsson.Vísir/Vilhelm Hektor Bergmann - 20 ára Hektor spilar með knattspyrnufélaginu ÍA á Akranesi. Hann er sonur Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur og fyrrverandi knattspyrnukappans Garðars Gunnlaugssonar. Það er því ekki furða að hann hafi fengið knattspyrnuhæfileikana og útlitið í sængurgjöf. Sannkallaður gæðadrengur! Ragnar Jónasson rithöfundur - 49 ára Rithöfundurinn Ragnar Jónasson veit hvernig á að halda lesendum við efnið, og hver veit nema næsta saga verði rómantísk? Einhleypur og vel lesinn, með ástríðu fyrir bókmenntum og norrænum dulúðleika. Glæpasagnahöfundurinn vinsæli er ekki bara meistari spennunnar, hann er líka einhleypur. Ragnar Jónasson Jón Davíð Davíðsson - 37 ára Jón Davíð er athafnamaður sem hefur áhrif – hvort sem hann er að opna nýjan stað eða leiða nýja bylgju í menningarlífinu. Með Húrra Reykjavík, Flatey, Yuzu, Auto og Nínu hefur hann breytt landslagi Reykjavíkur á ótrúlega hátt. Einhleypur, stílhreinn og með skýra framtíðarsýn – maður sem fer ekki bara með straumnum heldur skapar hann sjálfur. Magnús Leifsson leikstjóri - 42 ára Magnús, margverðlaunaður leikstjóri, sem er þekktastur er fyrir tónlistarmyndbönd sín og samstarf við margt okkar þekktasta tónlistarfólk. Undanfarið hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir þættina Draumahöllin, þar sem Saga Garðars og Steindi Jr. fara með aðalhlutverkin. Magnús er ekki bara á lausu, heldur líka á flugi! Jóhann Kristófer Stefánsson - 32 ára Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og maðurinn á bak við Æði-seríurnar fimm. Forvitni og innsæi einkenna hann, sem gerir honum kleift að vera alltaf með á nótunum. Hann hefur einstaka hæfileika til að laða fólk að sér, en heldur einkalífi sínu utan við sviðsljósið. Vilhelm Gunnarsson Arnór Sigurðsson - 25 ára Arnór, sem er landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins, þykir með huggulegri piparsveinum landsins. Skarpir kjálkar og seiðandi augnaráð heilla hverja dömuna á fætur annarri. Hann er óhræddur við að gefa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum innsýn inn í líf sitt, innan sem utan vallarins. Arnór er í toppformi, með góða nærveru og hjarta sem mögulega er á lausu. Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö.Malmö FF Danni Deluxe - 39 ára Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, eða Danni Deluxe. Ljóshærði sjarmurinn með blíða brosið og taktinn á hreinu. Hann byrjaði að snúa plötur aðeins þrettán ára gamall og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi æ síðan. Danni spilar reglulega á helstu klúbbum landsins og var einnig meðlimur í rappsveitinni Bæjarins Bestu, ásamt Dóra DNA og Kjartani Atla Kjartanssyni. Flóni - 27 ára Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, heillar með sínu blíða brosi og töffaralega klæðaburði. Rapparinn Flóni er nýverið kominn úr sambandi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. FlóniVilhelm Gunnarsson Ástin og lífið Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson- 41 árs Stefán hefur stimplað sig inn í huga og hjarta margra í gegnum skjáinn í þættinum Spursmál og er óneitanlega umdeildur. Hann er ekki bara glæsilegur heldur einnig sérfróður um kampavín, maður sem kann að lyfta glasi við rétt tækifæri. Stefán Einar fer um víðan völl á persónulegum nótum í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - 36 ára Miðbæjarprinsinn og eigandi Priksins Geoff er sjarmerandi kúltúrkarl sem þekkir takt íslensks menningarlífs eins og lófann á sér. Hann er með nefið fyrir réttu stemningunni, augun á smáatriðunum – og hjartað á réttum stað. Aron Már Ólafsson -32 ára Aron er einn huggulegasti leikari landsins, þekktur fyrir leik í þáttum eins og Verbúðinni, Svörtum söndum, Ófærð og Venjulegu fólki. Aron var meðal fyrstu samfélagsmiðlastjarnanna á Íslandi og vakti athygli með fyndnum Snapchat-innslögum árið 2015. Einhleypur, sjarmerandi og með húmorinn upp á tíu – Aron er einfaldlega draumur í dós. Aron Már Ólafsson.Vísir/Vilhelm Hektor Bergmann - 20 ára Hektor spilar með knattspyrnufélaginu ÍA á Akranesi. Hann er sonur Ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur og fyrrverandi knattspyrnukappans Garðars Gunnlaugssonar. Það er því ekki furða að hann hafi fengið knattspyrnuhæfileikana og útlitið í sængurgjöf. Sannkallaður gæðadrengur! Ragnar Jónasson rithöfundur - 49 ára Rithöfundurinn Ragnar Jónasson veit hvernig á að halda lesendum við efnið, og hver veit nema næsta saga verði rómantísk? Einhleypur og vel lesinn, með ástríðu fyrir bókmenntum og norrænum dulúðleika. Glæpasagnahöfundurinn vinsæli er ekki bara meistari spennunnar, hann er líka einhleypur. Ragnar Jónasson Jón Davíð Davíðsson - 37 ára Jón Davíð er athafnamaður sem hefur áhrif – hvort sem hann er að opna nýjan stað eða leiða nýja bylgju í menningarlífinu. Með Húrra Reykjavík, Flatey, Yuzu, Auto og Nínu hefur hann breytt landslagi Reykjavíkur á ótrúlega hátt. Einhleypur, stílhreinn og með skýra framtíðarsýn – maður sem fer ekki bara með straumnum heldur skapar hann sjálfur. Magnús Leifsson leikstjóri - 42 ára Magnús, margverðlaunaður leikstjóri, sem er þekktastur er fyrir tónlistarmyndbönd sín og samstarf við margt okkar þekktasta tónlistarfólk. Undanfarið hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir þættina Draumahöllin, þar sem Saga Garðars og Steindi Jr. fara með aðalhlutverkin. Magnús er ekki bara á lausu, heldur líka á flugi! Jóhann Kristófer Stefánsson - 32 ára Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og maðurinn á bak við Æði-seríurnar fimm. Forvitni og innsæi einkenna hann, sem gerir honum kleift að vera alltaf með á nótunum. Hann hefur einstaka hæfileika til að laða fólk að sér, en heldur einkalífi sínu utan við sviðsljósið. Vilhelm Gunnarsson Arnór Sigurðsson - 25 ára Arnór, sem er landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins, þykir með huggulegri piparsveinum landsins. Skarpir kjálkar og seiðandi augnaráð heilla hverja dömuna á fætur annarri. Hann er óhræddur við að gefa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum innsýn inn í líf sitt, innan sem utan vallarins. Arnór er í toppformi, með góða nærveru og hjarta sem mögulega er á lausu. Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö.Malmö FF Danni Deluxe - 39 ára Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, eða Danni Deluxe. Ljóshærði sjarmurinn með blíða brosið og taktinn á hreinu. Hann byrjaði að snúa plötur aðeins þrettán ára gamall og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi æ síðan. Danni spilar reglulega á helstu klúbbum landsins og var einnig meðlimur í rappsveitinni Bæjarins Bestu, ásamt Dóra DNA og Kjartani Atla Kjartanssyni. Flóni - 27 ára Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, heillar með sínu blíða brosi og töffaralega klæðaburði. Rapparinn Flóni er nýverið kominn úr sambandi. Flóni skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum og er einn hæfileikaríkasti rappari landsins. FlóniVilhelm Gunnarsson
Ástin og lífið Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira