Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 10:30 Stuðningsmenn Dallas Mavericks brugðust mjög illa við því þegar Luka Doncic var skipt til Los Angeles Lakers. Þeir hafa líka komið saman og mótmælt fyrir utan höllina. Getty/Austin McAfee Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, er án efa óvinsælasti maðurinn í borginni eftir að hann skipti stórstjörnunni Luka Doncic til Los Angeles Lakers fyrir Anthony Davis. Stuðningsmenn Dallas Mavericks hafa síðan öskrað „rekið Nico“ við hvert tækifæri og áhugi á liðinu og öllu því tengdu hefur hrunið. Mótmæli og áhugaleysi hafa síðan orðið enn meira áberandi þegar gengi liðsins hefur verið dapurt. Luka Doncic hefur líka farið á kostum með Lakers á sama tíma og Davis hefur lítið verið með vegna meiðsla. Dallas Mavericks komst ekki í gegnum umspilið og tímabilinu er lokið. Í tilefni af því ræddi Harrison við fjölmiðla. „Ég vissi ekki hversu mikilvægur Luka var fyrir stuðningsmennina,“ sagði Nico Harrison. ESPN segir frá. „Ég áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var,“ sagði Harrison. Harrison bjóst vissulega við hörðum viðbrögðum en taldi að þau myndu minnka eftir að Anthony Davis færi að spila reglulega með þeim Kyrie Irving, Klay Thompson, P.J. Washington og Dereck Lively II. Raunin var önnur. Davis meiddist í fyrsta leik og Kyrie Irving sleit svo krossband. Allt gekk á afturfótunum og tímabilið rann út í sandinn. „Okkur finnst við vera með meistaralið í höndunum og þetta lið getur unnið marga leiki. Hefði það gerst þá hefði hneykslunin dáið út. Því miður tókst það ekki og þetta hélt því stanslaust áfram,“ sagði Harrison. Harrison viðurkenndi líka að hann hafi enn ekki talað við Luka Doncic. „Mér líður eins og honum. Ég hef aldrei talað illa um Luka en er bara tilbúinn að halda áfram með liðið sem við höfum í dag,“ sagði Harrison. Mavs GM Nico Harrison on the fan reaction and outrage to the Luka Doncic trade in Dallas:“I did know Luka was important to the fan base. I didn't quite know it to what level.” 🧐 pic.twitter.com/uO5BoTickP— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 21, 2025 NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Stuðningsmenn Dallas Mavericks hafa síðan öskrað „rekið Nico“ við hvert tækifæri og áhugi á liðinu og öllu því tengdu hefur hrunið. Mótmæli og áhugaleysi hafa síðan orðið enn meira áberandi þegar gengi liðsins hefur verið dapurt. Luka Doncic hefur líka farið á kostum með Lakers á sama tíma og Davis hefur lítið verið með vegna meiðsla. Dallas Mavericks komst ekki í gegnum umspilið og tímabilinu er lokið. Í tilefni af því ræddi Harrison við fjölmiðla. „Ég vissi ekki hversu mikilvægur Luka var fyrir stuðningsmennina,“ sagði Nico Harrison. ESPN segir frá. „Ég áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var,“ sagði Harrison. Harrison bjóst vissulega við hörðum viðbrögðum en taldi að þau myndu minnka eftir að Anthony Davis færi að spila reglulega með þeim Kyrie Irving, Klay Thompson, P.J. Washington og Dereck Lively II. Raunin var önnur. Davis meiddist í fyrsta leik og Kyrie Irving sleit svo krossband. Allt gekk á afturfótunum og tímabilið rann út í sandinn. „Okkur finnst við vera með meistaralið í höndunum og þetta lið getur unnið marga leiki. Hefði það gerst þá hefði hneykslunin dáið út. Því miður tókst það ekki og þetta hélt því stanslaust áfram,“ sagði Harrison. Harrison viðurkenndi líka að hann hafi enn ekki talað við Luka Doncic. „Mér líður eins og honum. Ég hef aldrei talað illa um Luka en er bara tilbúinn að halda áfram með liðið sem við höfum í dag,“ sagði Harrison. Mavs GM Nico Harrison on the fan reaction and outrage to the Luka Doncic trade in Dallas:“I did know Luka was important to the fan base. I didn't quite know it to what level.” 🧐 pic.twitter.com/uO5BoTickP— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 21, 2025
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira