Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 10:30 Stuðningsmenn Dallas Mavericks brugðust mjög illa við því þegar Luka Doncic var skipt til Los Angeles Lakers. Þeir hafa líka komið saman og mótmælt fyrir utan höllina. Getty/Austin McAfee Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, er án efa óvinsælasti maðurinn í borginni eftir að hann skipti stórstjörnunni Luka Doncic til Los Angeles Lakers fyrir Anthony Davis. Stuðningsmenn Dallas Mavericks hafa síðan öskrað „rekið Nico“ við hvert tækifæri og áhugi á liðinu og öllu því tengdu hefur hrunið. Mótmæli og áhugaleysi hafa síðan orðið enn meira áberandi þegar gengi liðsins hefur verið dapurt. Luka Doncic hefur líka farið á kostum með Lakers á sama tíma og Davis hefur lítið verið með vegna meiðsla. Dallas Mavericks komst ekki í gegnum umspilið og tímabilinu er lokið. Í tilefni af því ræddi Harrison við fjölmiðla. „Ég vissi ekki hversu mikilvægur Luka var fyrir stuðningsmennina,“ sagði Nico Harrison. ESPN segir frá. „Ég áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var,“ sagði Harrison. Harrison bjóst vissulega við hörðum viðbrögðum en taldi að þau myndu minnka eftir að Anthony Davis færi að spila reglulega með þeim Kyrie Irving, Klay Thompson, P.J. Washington og Dereck Lively II. Raunin var önnur. Davis meiddist í fyrsta leik og Kyrie Irving sleit svo krossband. Allt gekk á afturfótunum og tímabilið rann út í sandinn. „Okkur finnst við vera með meistaralið í höndunum og þetta lið getur unnið marga leiki. Hefði það gerst þá hefði hneykslunin dáið út. Því miður tókst það ekki og þetta hélt því stanslaust áfram,“ sagði Harrison. Harrison viðurkenndi líka að hann hafi enn ekki talað við Luka Doncic. „Mér líður eins og honum. Ég hef aldrei talað illa um Luka en er bara tilbúinn að halda áfram með liðið sem við höfum í dag,“ sagði Harrison. Mavs GM Nico Harrison on the fan reaction and outrage to the Luka Doncic trade in Dallas:“I did know Luka was important to the fan base. I didn't quite know it to what level.” 🧐 pic.twitter.com/uO5BoTickP— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 21, 2025 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Stuðningsmenn Dallas Mavericks hafa síðan öskrað „rekið Nico“ við hvert tækifæri og áhugi á liðinu og öllu því tengdu hefur hrunið. Mótmæli og áhugaleysi hafa síðan orðið enn meira áberandi þegar gengi liðsins hefur verið dapurt. Luka Doncic hefur líka farið á kostum með Lakers á sama tíma og Davis hefur lítið verið með vegna meiðsla. Dallas Mavericks komst ekki í gegnum umspilið og tímabilinu er lokið. Í tilefni af því ræddi Harrison við fjölmiðla. „Ég vissi ekki hversu mikilvægur Luka var fyrir stuðningsmennina,“ sagði Nico Harrison. ESPN segir frá. „Ég áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var,“ sagði Harrison. Harrison bjóst vissulega við hörðum viðbrögðum en taldi að þau myndu minnka eftir að Anthony Davis færi að spila reglulega með þeim Kyrie Irving, Klay Thompson, P.J. Washington og Dereck Lively II. Raunin var önnur. Davis meiddist í fyrsta leik og Kyrie Irving sleit svo krossband. Allt gekk á afturfótunum og tímabilið rann út í sandinn. „Okkur finnst við vera með meistaralið í höndunum og þetta lið getur unnið marga leiki. Hefði það gerst þá hefði hneykslunin dáið út. Því miður tókst það ekki og þetta hélt því stanslaust áfram,“ sagði Harrison. Harrison viðurkenndi líka að hann hafi enn ekki talað við Luka Doncic. „Mér líður eins og honum. Ég hef aldrei talað illa um Luka en er bara tilbúinn að halda áfram með liðið sem við höfum í dag,“ sagði Harrison. Mavs GM Nico Harrison on the fan reaction and outrage to the Luka Doncic trade in Dallas:“I did know Luka was important to the fan base. I didn't quite know it to what level.” 🧐 pic.twitter.com/uO5BoTickP— ClutchPoints (@ClutchPoints) April 21, 2025
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira