„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 12:31 Björgvin Karl Gunnarsson segir mikla spenna meðal íbúa Austurlands fyrir fyrsta heimaleiknum. Austurfrétt Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50. Besta deild kvenna FHL Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50.
Besta deild kvenna FHL Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira