Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2025 21:26 Litla hryllingsbúðin hefur slegið í gegn á Akureyri enda meira og minna uppselt á allar sýningar frá því í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00. Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00.
Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira