Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 15:08 Fanney Inga Birkisdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir berjast um markmannsstöðuna hjá íslenska landsliðinu í aðdraganda EM. Þær voru báðar á ferðinni í dag. Samsett/BK Häcken/Getty Fanney Inga Birkisdóttir fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og fagnaði sigri með Häcken. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter á Ítalíu og hélt enn á ný hreinu í góðum sigri á Roma. Fanney og Cecilía berjast um stöðu aðalmarkvarðar í íslenska landsliðinu og er samkeppnin hörð. Fanney varði markið í fyrra þegar Ísland vann sig inn á EM en Cecilía hefur svo verið í markinu í Þjóðadeildinni í síðustu leikjum eftir að hafa farið á kostum með Inter á Ítalíu, á meðan að Fanney hefur verið að koma sér fyrir í Svíþjóð og hefja sinn atvinnumannsferil. Eftir að hafa þurft að vera á varamannabekk Häcken fyrstu þrjár umferðir sænsku úrvalsdeildarinnar stóð Fanney Inga í marki liðsins í dag og átti sinn þátt í 3-1 sigri gegn Växjö. Bryndís Arna Níelsdóttir lék fyrsta klukkutímann fyrir Växjö en var skipt af velli skömmu eftir að liðið náði að minnka muninn í 2-1. Þetta var annar sigur Häcken í röð, eftir töp í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Áður en deildarkeppnin hófst lék liðið í sænska bikarnum og þar stóð Fanney í markinu, í sigrum sem komu Häcken í undanúrslit sem fram fara 1. maí. Cecilía hélt hreinu gegn Roma Cecilía hefur verið afar dugleg við að halda marki Inter hreinu í vetur og það gerði hún einnig í dag, í 3-0 sigri gegn Roma. Sigurinn styrkir stöðu Inter í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar og er liðið nú með 45 stig, fjórum stigum á undan Roma og með leik til góða. Inter á þrjá leiki eftir en Roma aðeins tvo og því allt útlit fyrir að Inter endi í 2. sætinu. Juventus er hins vegar meistari eftir að hafa tryggt sér titilinn í gær með 2-0 sigri gegn AC Milan. Liðið er með 55 stig og á tvo leiki eftir auk bikarúrslitaleiksins við Roma. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Fanney og Cecilía berjast um stöðu aðalmarkvarðar í íslenska landsliðinu og er samkeppnin hörð. Fanney varði markið í fyrra þegar Ísland vann sig inn á EM en Cecilía hefur svo verið í markinu í Þjóðadeildinni í síðustu leikjum eftir að hafa farið á kostum með Inter á Ítalíu, á meðan að Fanney hefur verið að koma sér fyrir í Svíþjóð og hefja sinn atvinnumannsferil. Eftir að hafa þurft að vera á varamannabekk Häcken fyrstu þrjár umferðir sænsku úrvalsdeildarinnar stóð Fanney Inga í marki liðsins í dag og átti sinn þátt í 3-1 sigri gegn Växjö. Bryndís Arna Níelsdóttir lék fyrsta klukkutímann fyrir Växjö en var skipt af velli skömmu eftir að liðið náði að minnka muninn í 2-1. Þetta var annar sigur Häcken í röð, eftir töp í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Áður en deildarkeppnin hófst lék liðið í sænska bikarnum og þar stóð Fanney í markinu, í sigrum sem komu Häcken í undanúrslit sem fram fara 1. maí. Cecilía hélt hreinu gegn Roma Cecilía hefur verið afar dugleg við að halda marki Inter hreinu í vetur og það gerði hún einnig í dag, í 3-0 sigri gegn Roma. Sigurinn styrkir stöðu Inter í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar og er liðið nú með 45 stig, fjórum stigum á undan Roma og með leik til góða. Inter á þrjá leiki eftir en Roma aðeins tvo og því allt útlit fyrir að Inter endi í 2. sætinu. Juventus er hins vegar meistari eftir að hafa tryggt sér titilinn í gær með 2-0 sigri gegn AC Milan. Liðið er með 55 stig og á tvo leiki eftir auk bikarúrslitaleiksins við Roma.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira