Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 11:33 Það gekk mikið á í deildarleik liðanna í Garðabænum síðasta haust. Hér má sjá þá Deandre Kane hjá Grindavík og Jase Febres hjá Stjörnunni. Vísir/Jón Gautur Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum. Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87) Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira
Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira