Körfubolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Magnaður.
Magnaður. Ronald Cortes/Getty Images

Donovan Mitchell og Cleveland Cavaliers hafa átt frábært tímabil til þessa í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mitchell hefur amt sem áður skorað aldrei skorað færri stig á einu tímabili síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Hvernig má það vera?

The Athletic greinir frá því hvernig Mitchell lagði egóið til hliðar til að liðið gæti náð árangri. Leikmanna- og tölfræðidýrkun NBA-deildarinnar er gríðarleg. Þannig hafa leikmenn á borð við Russell Westbrook og James Harden skilað lygilegri tölfræði en hins vegar aldrei unnið titil.

Mitchell hefur undanfarin ár verið með magnaða tölfræði en á sama tíma hefur Cleveland ekki verið líklegt til að fara með sigur af hólmi í deildinni.

Kenny Atkinson, þjálfari Cavaliers, hefur hrósað Mitchell fyrir að veita öðrum leikmönnum liðsins vald í vetur og gera þá betri.

„Tölfræðilega hefur þetta ár verið skref til baka fyrir mig en það hjálpar að við erum að vinna svo klárlega er ég að gera eitthvað rétt. Þetta hefur verið besta tímabilið okkar til þessa og það eina sem skiptir máli er að vinna,“ segir Mitchell sjálfur.

Cleveland endaði tímabilið í 1. sæti Austurdeildar með 64 sigra og aðeins 18 töp. Í aðfaranótt laugardags kemur í ljós hvort liðið mæti Miami Heat eða Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×