Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 15:02 André Onana spilar á morgun en Joshua Zirkzee spilar ekki aftur fyrr en á næstu leiktíð. Getty/Malcolm Couzens Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að André Onana yrði í marki United í leiknum mikilvæga við Lyon annað kvöld. Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Onana var ekki í leikmannahópi United í 4-1 tapinu gegn Newcastle um helgina, eftir að hafa gerst sekur um skelfileg mistök í 2-2 jafnteflinu við Lyon í Frakklandi í síðustu viku. United tekur á móti Lyon á morgun í seinni leik liðanna og getur með sigri komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar; skrefi nær sigri í keppninni og um leið dýrmætu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Onana spilar á morgun,“ staðfesti Amorim á fundinum í dag, eftir að hafa látið Tyrkjann Altay Bayindir spila leikinn við Newcastle um helgina. 🗣️ "Onana will play tomorrow!"Ruben Amorim confirms who will be in goal for Manchester United tomorrow against Lyon 🔴 pic.twitter.com/UB9oR0Ngur— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 16, 2025 Amorim staðfesti einnig að hollenski framherjinn Joshua Zirkzee myndi ekki spila meira með United á þessari leiktíð. Zirkzee meiddist í læri í tapinu gegn Newcastle. BREAKING! Ruben Amorim has confirmed forward Joshua Zirkzee will miss the remainder of the season due to a hamstring injury. pic.twitter.com/DiP12Oa5At— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 16, 2025 „Hann spilar ekki meira á leiktíðinni, við skulum undirbúa hann fyrir þá næstu. Það er erfitt að kynjga þessu. Hann var að bæta sig í öllum hliðum leiksins. Svona lagað er erfitt fyrir alla leikmenn en hann verður að vera klár í það að jafna sig,“ sagði Amorim. Það kemur því til með að mæða enn meira á Rasmus Höjlund á lokakafla leiktíðarinnar en þeir Chido Obi-Martin eru núna einu framherjarnir í leikmannahópi United. Höjlund hefur skorað átta mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð en hinn 17 ára Obi-Martin bíður þess að skora sitt fyrsta mark. Amorim sagði einnig frá því að Amad Diallo yrði væntanlega ekki orðinn klár í slaginn með United í þessum mánuði en að vonandi gæti hann spilað í allra síðustu leikjum tímabilsins, í maí. Leikur United og Lyon er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun og hefst hann klukkan 19.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira