Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2025 13:45 Valsmenn eru með tvö stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla. vísir/guðmundur þórlaugarson Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn. KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í ótrúlegum leik á AVIS-vellinum í Laugardalnum. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði jöfnunarmark KR-inga úr vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Albert segir að úrslitin séu mikil vonbrigði fyrir Valsmenn. „Ef maður horfir á þetta og ber saman liðin þá finnst mér eiginlega bara vandræðalegt að Valur vinni ekki þennan leik. Horfum á liðin sem voru hérna í kvöld; hversu margir kæmust í liðið hjá Val? Hversu marga myndu Valsmenn reyna að sækja í sitt lið? Kannski Jóa Bjarna? Tvö stig eftir tvo leiki. Þeir óðu í færum; 35 snertingar inni í teig en KR-ingar fengu líka fullt af færum. Þetta var svolítið kaflaskipt,“ sagði Albert. Hann segir að Valur og KR séu á ólíkum stað, hvað varðar leikmenn sem liðið hafa fengið. „Það sem er búið að leggja í þetta Valslið, miðað við hvert KR-ingar hafa sótt sína leikmenn. Það er verkefni sem er í þróun og það vita það allir. Það eru allir að róa í sömu átt með það. En hjá Val er einn og einn að tala um að vera í titilbaráttu; þeir séu með nógu gott lið til þess. Það er eins og það séu ekki allir á sömu blaðsíðu þar. Þegar maður horfir á þessa hópa finnst mér bara vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið þennan leik.“ Klippa: Stúkan - umræða um Val Næsti leikur Vals er gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Næsti deildarleikur liðsins er gegn KA á miðvikudaginn eftir viku. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur KR Stúkan Tengdar fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. 15. apríl 2025 12:30 Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. 15. apríl 2025 08:32 „Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. 14. apríl 2025 23:31 „Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. 14. apríl 2025 22:29 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í ótrúlegum leik á AVIS-vellinum í Laugardalnum. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði jöfnunarmark KR-inga úr vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Albert segir að úrslitin séu mikil vonbrigði fyrir Valsmenn. „Ef maður horfir á þetta og ber saman liðin þá finnst mér eiginlega bara vandræðalegt að Valur vinni ekki þennan leik. Horfum á liðin sem voru hérna í kvöld; hversu margir kæmust í liðið hjá Val? Hversu marga myndu Valsmenn reyna að sækja í sitt lið? Kannski Jóa Bjarna? Tvö stig eftir tvo leiki. Þeir óðu í færum; 35 snertingar inni í teig en KR-ingar fengu líka fullt af færum. Þetta var svolítið kaflaskipt,“ sagði Albert. Hann segir að Valur og KR séu á ólíkum stað, hvað varðar leikmenn sem liðið hafa fengið. „Það sem er búið að leggja í þetta Valslið, miðað við hvert KR-ingar hafa sótt sína leikmenn. Það er verkefni sem er í þróun og það vita það allir. Það eru allir að róa í sömu átt með það. En hjá Val er einn og einn að tala um að vera í titilbaráttu; þeir séu með nógu gott lið til þess. Það er eins og það séu ekki allir á sömu blaðsíðu þar. Þegar maður horfir á þessa hópa finnst mér bara vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið þennan leik.“ Klippa: Stúkan - umræða um Val Næsti leikur Vals er gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Næsti deildarleikur liðsins er gegn KA á miðvikudaginn eftir viku. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur KR Stúkan Tengdar fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. 15. apríl 2025 12:30 Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. 15. apríl 2025 08:32 „Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. 14. apríl 2025 23:31 „Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. 14. apríl 2025 22:29 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. 15. apríl 2025 12:30
Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. 15. apríl 2025 08:32
„Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. 14. apríl 2025 23:31
„Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. 14. apríl 2025 22:29