„Holan var of djúp“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 22:50 Rúnar Ingi hefur lokið leik í vetur og er ansi svekktur yfir því að liðið hafi kastað frá sér heimavallarréttindum í fyrsta leik Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. „Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira