Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Teikning sem sýnir sporbraut reikistjörnunnar, nær hornrétt á brautir brúnu dverganna tveggja í 2M1510 (AB). Reikistjarnan fannst með VLT-sjónauka ESO í Síle. ESO/L. Calçada Stjörnufræðingar sem rannsökuðu óvanalegt tvístirni voru furðu lostnir þegar þeir uppgötvuðu fyrir tilviljun reikistjörnu á braut sem liggur hornrétt á sporbraut stjarnanna. Þetta er í fyrsta skipti sem slík reikistjarna finnst en tilgátur voru um að þær gætu verið að finna í alheiminum. Það sem dró athygli stjörnufræðinganna að tvístirninu 2M1510 var ekki að þar gæti leynst óvenjuleg reikistjarna. Tvístirnið er aðeins annað tvístirni svonefndra brúnna dverga sem fundist hefur til þessa. Þeir eru nokkurs konar misheppnaðar stjörnur: massameiri en gasrisar eins og Júpíter en ekki nógu massamiklir til þess að standa undir kjarnasamuna. Við athuganirnar urðu vísindamennirnir varir við að eitthvað hnikaði til sporbraut brúnu dverganna. Í ljós kom að það var reikistjarna á óvenjulegri braut, hornrétt á sporbraut stjarnanna tveggja. Þekkt er að reikistjörnur gangi um tvístirni en þær eru yfirleitt á braut sem er um það bil samsíða þeirri sem stjörnurnar ganga um hvor aðra. Teikning listamanns af reikistjörnu á braut um tvo brúna dverga. Reikistjarnan gengur yfir pólsvæði stjarnanna en yfirleitt er sporbraut reikistjarna um það bil á plani við miðbaug móðurstjörnu.ESO/M. Kornmesser Vísbendingar hafa komið fram um að hornréttar sporbrautir, eða pólbrautir, gætu verið mögulegar og efnisskífur sem mynda reikistjörnur hafa fundist á pólbraut utan um tvístirni. 2M1510b er hins vegar fyrsta staðfesta dæmið um reikistjörnu sem gengur hornrétt um tvístirni, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). „Uppgötvunin var slembilukka í þeim skilningi að athugarnir okkar voru ekki gerðar í leit að slíkri plánetu eða sporbrautargerð. Þannig er þetta mjög óvænt. Í heildina litið held ég að þetta sýni okkur stjörnufræðingum, en einnig öllum almenningi, hvað er mögulegt í þessum heillandi alheimi sem við búum í,“ segir Amaury triaud, prófessor við Háskólann í Birmingham á Englandi og einn höfunda greinar um uppgötvunina. Vitað er að þriðju stjörnuna er að finna í 2M1510-kerfinu, langt frá tvístirninu. Hún er hins vegar talin svo langt í burtu að hún geti ekki verið orsök áhrifanna á sporbrautir brúna dverganna sem eignuð eru reikistjörnunni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. 1. október 2024 12:00 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Það sem dró athygli stjörnufræðinganna að tvístirninu 2M1510 var ekki að þar gæti leynst óvenjuleg reikistjarna. Tvístirnið er aðeins annað tvístirni svonefndra brúnna dverga sem fundist hefur til þessa. Þeir eru nokkurs konar misheppnaðar stjörnur: massameiri en gasrisar eins og Júpíter en ekki nógu massamiklir til þess að standa undir kjarnasamuna. Við athuganirnar urðu vísindamennirnir varir við að eitthvað hnikaði til sporbraut brúnu dverganna. Í ljós kom að það var reikistjarna á óvenjulegri braut, hornrétt á sporbraut stjarnanna tveggja. Þekkt er að reikistjörnur gangi um tvístirni en þær eru yfirleitt á braut sem er um það bil samsíða þeirri sem stjörnurnar ganga um hvor aðra. Teikning listamanns af reikistjörnu á braut um tvo brúna dverga. Reikistjarnan gengur yfir pólsvæði stjarnanna en yfirleitt er sporbraut reikistjarna um það bil á plani við miðbaug móðurstjörnu.ESO/M. Kornmesser Vísbendingar hafa komið fram um að hornréttar sporbrautir, eða pólbrautir, gætu verið mögulegar og efnisskífur sem mynda reikistjörnur hafa fundist á pólbraut utan um tvístirni. 2M1510b er hins vegar fyrsta staðfesta dæmið um reikistjörnu sem gengur hornrétt um tvístirni, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). „Uppgötvunin var slembilukka í þeim skilningi að athugarnir okkar voru ekki gerðar í leit að slíkri plánetu eða sporbrautargerð. Þannig er þetta mjög óvænt. Í heildina litið held ég að þetta sýni okkur stjörnufræðingum, en einnig öllum almenningi, hvað er mögulegt í þessum heillandi alheimi sem við búum í,“ segir Amaury triaud, prófessor við Háskólann í Birmingham á Englandi og einn höfunda greinar um uppgötvunina. Vitað er að þriðju stjörnuna er að finna í 2M1510-kerfinu, langt frá tvístirninu. Hún er hins vegar talin svo langt í burtu að hún geti ekki verið orsök áhrifanna á sporbrautir brúna dverganna sem eignuð eru reikistjörnunni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. 1. október 2024 12:00 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03
Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. 1. október 2024 12:00
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent