Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2025 14:41 Svuntan sem er til sölu er bleik sem en liturinn var í miklu uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru heitinni. Minningarsjóður Bryndísar Klöru Birgisdóttur styrktist um átta milljónir króna í gær þegar góðgerðarpitsa Domino's seldist upp. Aldrei hefur góðgerðarpitsan selst jafn fljótt upp. Með fram pitsusölu eru bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins til sölu í Kringlunni. Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga. Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Bryndís Klara, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, lést eftir hnífsstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í fyrra. Foreldrar hennar ákváðu að láta andlát hennar verða til góðs og var stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru undir yfirskriftinni „Látum kærleikann sigra“. „Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og verkefna til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ segir á heimasíðu sjóðsins. Góðgerðarpitsa Domino’s er í ár seld til styrktar sjóðnum. Sala pítsunnar hófst á mánudaginn og seldist upp um áttaleytið í gærkvöldi. „Hráefnisvinnslan okkar hefur farið í að koma hráefni í allar verslanir svo hægt verði að bjóða upp á góðgerðarpitsuna í dag,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino‘s. Sala á pitsunni hefst aftur klukkan þrjú í dag. „Þau sem vilja styrkja sjóðinn og kaupa góðgerðarpitsuna geta því gert það í dag,“ segir hann. Aldrei áður selst upp á tveimur dögum Góðgerðarpitsan er árlegt samstarfsverkefni Domino's og Hrefnu Sætran. Pitsan var fyrst á matseðli árið 2013 og er nú til sölu í 12. skipti. Á þeim tíma hafa samtals safnast um 65 milljónir til ýmissa góðra málefna, en á hverju ári rennur öll sala pitsunnar óskipt til valins góðgerðarfélags – hver einasta króna. Ásmundur segir pitsuna aldrei hafa selst upp á tveimur dögum. Miðað við viðtökurnar þá gæti farið svo að góðgerðarpitsan seljist aftur upp og ekki verði til hráefni á landinu til að anna eftirspurn. „Við höfum safnað rúmum 8 milljónum og við vonum að við náum að safna yfir 10 milljónum,“ segir hann. Selja svuntur í Kringlunni til styrktar sjóðnum Auk Góðgerðarpitsunnar hafa verið framleiddar fallegar, bleikar svuntur með nafni og merki minningarsjóðsins, sem verða seldar í Kringlunni vikuna 7.-13. apríl, eða á meðan birgðir endast. Bleikur var einmitt uppáhaldslitur Bryndísar Klöru, en andvirðið af sölu svuntunnar rennur einnig beint í minningarsjóðinn. „Markmið minningarsjóðsins er að styðja við verkefni sem vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samstaða er í forgrunni. Við viljum búa í samfélagi þar sem kærleikurinn ræður ríkjum“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður minningarsjóðsins. „Þess vegna skiptir samstarfið við Domino’s okkur miklu máli, í raun er þetta ómetanlegt framtak hjá þeim – því með hverri pitsu sem seld er í hennar nafni, minnumst við hennar og stöndum saman um að bæta samfélagið okkar,“ segir Guðrún Inga.
Hjálparstarf Stunguárás við Skúlagötu Veitingastaðir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira