Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Tork gaur 11. apríl 2025 08:51 Það er erfitt að setja puttann á hvað „það” er, en þessi nýi Porsche Macan hefur „það”. Í fimmta þætti skoðar James Einar Becker Porsche Macan 4S. Er þetta í fyrsta skipti sem Porsche framleiðir Macan sem 100% rafmagnsbíl. Hann hefur þetta að segja um bílinn. „Í heildina eru þrjár mismunandi gerðir af Porsche Macan fáanlegar. Porsche Macan 4 er grunngerðin og dregur einhverja 612 km, hefur 408 hestöfl og 650Nm af togi og kemst frá 0 – 100 á 5, 2 sekúndum. Svo er það bíllinn sem ég er á í dag: Porsche Macan 4s hefur 516 hestöfl og er með tog upp á 820 Nm. Bíllinn hefur svokallað “launch control” sem gerir ökumanni kleift að afturkalla seinustu máltíð sem og að fara frá 0 - 100 á 4,1 sekúndu. En við venjulegan akstur dregur hann í kringum 606 km. Krúnudjásnið er svo Porsche Macan Turbo sem hefur 639 vel tamda Þýska hesta sem skila 1130 Nm af togi og kemur bílnum frá 0 – 100 á 3,3 sekúndum,“ segir James Einar. Porsche Macan 4s kemur með stillanlegri loftpúðafjöðrun sem gerir ökumanni kleift að hámarka afköst bílsins við allar helstu aðstæður. Það gerir það að verkum að bíllinn kemst nokkuð auðveldlega niður að öllum helstu veiðiám landsins í hæstu stillingu. Eðli málsins samkvæmt er bíllinn samt skemmtilegastur í lægstu fjöðrunarstillingu með aftur spoilerinn uppi í Sport Plus aksturstillingunni. Þá lifnar bíllinn við, límir sig við malbikið og gerir þennan annars fjölskylduvæna Porsche að sportbíl. Þegar maður sest upp Porsche þá finnur maður alltaf “það”! Það er erfitt að setja puttann á hvað “það” er, en þessi nýi Porsche Macan hefur “það”. Munur á aksturseiginleikum Porche og Audi Porsche Macan 4 er byggður á sama grunni og Audi Q6 e-tron. Séu þessir bílar bornir saman finnur maður samt mikinn mun á aksturseiginleikum. Ástæðan fyrir því er sú að þegar Audi byggir sinn bíl þá staðsetja þeir aftari rafmagns mótorinn fyrir framan aftur öxulinn. Hins vegar staðsetur Porsche aftari rafmagns mótorinn fyrir aftan aftari öxulinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að áður fyrr framleiddi Porsche eingöngu sportbíla sem voru oft með vélina staðsetta að aftan. Þetta gaf bílunum mjög sérstaka aksturseiginleika sem aðdáendur Porsche sækja gjarnan í. Og til þess að ná fram þessari klassísku Porsche tilfinningu hefur þýski bílaframleiðandinn staðsett aftari rafmagnsmótorinn fyrir aftan aftari öxul. Þessa aksturstilfinningu hefur bílaframleiðandinn gjörsamlega neglt . Það tilkomumikið hvernig Porsche hefur tekist að þýða þetta jafnvægi á milli bíla sem hafa alveg gjörólíka orkugjafa og karakter Stuttur hleðslutími Hleðslugeta bílsins er einnig tilkomumikil þar sem að hann getur hlaðið sig frá 10 – 80% á ca 20 mínútum ef honum er stungið í samband við 270 Kw/h hleðslustöð. Eina vandamálið er að svo afkastamiklar hleðslustöðvar eru jafn vandfundnar og grasstrá í risastórum stakk af nálum. Glæsileg hönnun „Bíllin hefur farið í umtalsverða andlitslyftingu frá forvera sínum. Framljósin eru orðin tvískipt og koma neðri ljósin í staðin fyrir loftinntök sem voru á gamla bílnum. Afturendinn er einnig orðin mun nútímalegri með upphleyptu Porsche merki og aftur ljósum sem mynda eina heilsteypta línu þvert yfir bakenda bílsins. Innrétting bílsins er líka glæsilega hönnuð eins og við er að búast frá Porsche. Afþreyingarkerfið er mjög lipurt og einfalt. Í rauninni er eiginlega mjög lítið um það að skrifa sem er stórt hrós í sjálfu sér. Það besta við afþreyingarkerfið er sú staðreynd að allir takkar fyrir miðstöðina er ekki að finna inni í kerfinu sjálfu. Heldur fær maður analog takka sem gefa frá sér yndislegt “klikk” hljóð þegar loftslagið í ökumannsklefanum er fínstillt, “segir James Einar. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni: Bílar Vistvænir bílar Tork gaur Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Sjá meira
„Í heildina eru þrjár mismunandi gerðir af Porsche Macan fáanlegar. Porsche Macan 4 er grunngerðin og dregur einhverja 612 km, hefur 408 hestöfl og 650Nm af togi og kemst frá 0 – 100 á 5, 2 sekúndum. Svo er það bíllinn sem ég er á í dag: Porsche Macan 4s hefur 516 hestöfl og er með tog upp á 820 Nm. Bíllinn hefur svokallað “launch control” sem gerir ökumanni kleift að afturkalla seinustu máltíð sem og að fara frá 0 - 100 á 4,1 sekúndu. En við venjulegan akstur dregur hann í kringum 606 km. Krúnudjásnið er svo Porsche Macan Turbo sem hefur 639 vel tamda Þýska hesta sem skila 1130 Nm af togi og kemur bílnum frá 0 – 100 á 3,3 sekúndum,“ segir James Einar. Porsche Macan 4s kemur með stillanlegri loftpúðafjöðrun sem gerir ökumanni kleift að hámarka afköst bílsins við allar helstu aðstæður. Það gerir það að verkum að bíllinn kemst nokkuð auðveldlega niður að öllum helstu veiðiám landsins í hæstu stillingu. Eðli málsins samkvæmt er bíllinn samt skemmtilegastur í lægstu fjöðrunarstillingu með aftur spoilerinn uppi í Sport Plus aksturstillingunni. Þá lifnar bíllinn við, límir sig við malbikið og gerir þennan annars fjölskylduvæna Porsche að sportbíl. Þegar maður sest upp Porsche þá finnur maður alltaf “það”! Það er erfitt að setja puttann á hvað “það” er, en þessi nýi Porsche Macan hefur “það”. Munur á aksturseiginleikum Porche og Audi Porsche Macan 4 er byggður á sama grunni og Audi Q6 e-tron. Séu þessir bílar bornir saman finnur maður samt mikinn mun á aksturseiginleikum. Ástæðan fyrir því er sú að þegar Audi byggir sinn bíl þá staðsetja þeir aftari rafmagns mótorinn fyrir framan aftur öxulinn. Hins vegar staðsetur Porsche aftari rafmagns mótorinn fyrir aftan aftari öxulinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að áður fyrr framleiddi Porsche eingöngu sportbíla sem voru oft með vélina staðsetta að aftan. Þetta gaf bílunum mjög sérstaka aksturseiginleika sem aðdáendur Porsche sækja gjarnan í. Og til þess að ná fram þessari klassísku Porsche tilfinningu hefur þýski bílaframleiðandinn staðsett aftari rafmagnsmótorinn fyrir aftan aftari öxul. Þessa aksturstilfinningu hefur bílaframleiðandinn gjörsamlega neglt . Það tilkomumikið hvernig Porsche hefur tekist að þýða þetta jafnvægi á milli bíla sem hafa alveg gjörólíka orkugjafa og karakter Stuttur hleðslutími Hleðslugeta bílsins er einnig tilkomumikil þar sem að hann getur hlaðið sig frá 10 – 80% á ca 20 mínútum ef honum er stungið í samband við 270 Kw/h hleðslustöð. Eina vandamálið er að svo afkastamiklar hleðslustöðvar eru jafn vandfundnar og grasstrá í risastórum stakk af nálum. Glæsileg hönnun „Bíllin hefur farið í umtalsverða andlitslyftingu frá forvera sínum. Framljósin eru orðin tvískipt og koma neðri ljósin í staðin fyrir loftinntök sem voru á gamla bílnum. Afturendinn er einnig orðin mun nútímalegri með upphleyptu Porsche merki og aftur ljósum sem mynda eina heilsteypta línu þvert yfir bakenda bílsins. Innrétting bílsins er líka glæsilega hönnuð eins og við er að búast frá Porsche. Afþreyingarkerfið er mjög lipurt og einfalt. Í rauninni er eiginlega mjög lítið um það að skrifa sem er stórt hrós í sjálfu sér. Það besta við afþreyingarkerfið er sú staðreynd að allir takkar fyrir miðstöðina er ekki að finna inni í kerfinu sjálfu. Heldur fær maður analog takka sem gefa frá sér yndislegt “klikk” hljóð þegar loftslagið í ökumannsklefanum er fínstillt, “segir James Einar. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni:
Bílar Vistvænir bílar Tork gaur Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Sjá meira