Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 07:37 Örvar Eggertsson var í aðalhlutverki í Garðabæ í gær en átti mark hans að standa? vísir/Diego Menn voru ekki sammála um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport hvort að mark Örvars Eggertssonar fyrir Stjörnuna gegn FH í gær, í Bestu deildinni, gæti virkilega hafa átt að standa. Umræðuna og mörkin úr leikjum gærkvöldsins má nú sjá á Vísi. Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan. Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stjarnan vann FH 2-1 í gær en það sem vakti mesta athygli í leiknum var fyrsta markið, sem Örvar skoraði. Fór boltinn allur yfir línuna? Hér að neðan má sjá umræðuna og getur hver dæmt fyrir sig. Neðar í greininni má sjá öll mörkin úr leiknum sem og úr leik Víkings og ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rekinn af velli. Í Stúkunni var mikil umræða um markið hans Örvars. „Það er ómögulegt að sjá þetta frá þessum vinklum. Hann [Mathias Rosenorn, markvörður FH] stendur vissulega með fæturna fyrir innan línuna en það er þetta með hvort boltinn sé allur inni eða ekki. Það þarf að vera óyggjandi frá stöðu aðstoðardómarans úti við hornfánann að hann sjái þetta. Þetta verður umdeilt,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Stúkunni og Gummi Ben tók undir að ekki væri hægt að dæma um þetta. Því var Bjarni Guðjónsson ekki sammála: „Boltinn er ekki allur yfir línuna“ „Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Hann [markvörðurin] þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…“ sagði Bjarni en Gummi skaut þá inn í: „Hann hlýtur samt að hafa séð boltann fyrir innan.“ „Boltinn er 22 sentímetrar í þvermál. Það er nú slatti,“ bætti Ólafur við. „Svo er allt atið. Allur mannskapurinn þarna fyrir framan. Hvernig í veröldinni sér AD1 boltann fyrir innan?“ spurði Bjarni. „Verðum við ekki samt að trúa að hann hafi séð boltann allan fyrir innan línuna? Ég trúi ekki öðru en að hann hafi séð hann allan fyrir innan og þess vegna tekið ákvörðun. Ekki var hann hræddur við Örvar?“ spurði Gummi áður en Ólafur sagði: „Það er ómögulegt að sjá hvort að boltinn sé inni eða ekki.“ Öll mörkin úr leikjunum í Garðabæ og Víkinni má sjá hér að neðan.
Besta deild karla Tengdar fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Glórulaus tækling Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. 7. apríl 2025 19:48