Lífið

Bleik og ævin­týra­leg miðbæjarperla

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er innréttuð á smekklegan og ævintýralegan máta.
Íbúðin er innréttuð á smekklegan og ævintýralegan máta.

Við Blómvallagötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna heillandi og vel skipulagða 68 fermetra íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1931. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Íbúðin er umvafin ævintýralegum smáatriðum í bland við bleika veggir, falleg listaverk og vandaðar innréttingar í 70' stíl, sem gefa eigninni mikinn karakter.

Eignin skiptist í opna og bjarta stofu, með stórri tvöfaldri svalahurð, rúmgott eldhús, svefnherbergi með góðum skápum og baðherbegi, sem flísalagt hólf í gólf, með baðkari. Á gólfum er gegnheilt stafaparket. 

Í eldhúsinu má sjá hvíta arkitektteiknaða innréttingu í 70s retro-stíl. Fyrir ofan innréttinguna eru hvítar ferhyrndar flísar sem ná upp í loft og tekk hillur með góðu geymsluplássi, og notalegur borðkrókur. Á gólfi er svartu vínyldúkur.

Aftan við húsið er afgirtur garður með fallegu birkitré. Húsið er staðsett í samfelldri húsaröð sem umlykur fallegan bakgarð með göngustígum og mikilli gróðursæld. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.