Lecce er með 26 stig í síðasta örugga sætinu í deildinni, þremur stigum frá fallsæti. Venezia er í fallsæti, fimm stigum neðar.
Þetta var Íslendingaslagur en Þórir var þó sá eini sem var í byrjunarliðið. Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru báðir á bekknum hjá Feneyjaliðinu.
Mikael Egill kom inn á sem varamaður á 74. mínútu en þá var staðan 1-1. Bjarki sat allan tímann á bekknum.
Venezia komst í 1-0 á 50. mínútu þegar Antonino Gallo skoraði í sitt eigið mark.
Jöfnunarmarkið kom á 65. mínútu en það skoraði Federico Baschirotto með skalla eftir fyrirgjöf frá Þóri í hornspyrnu.
Þetta var langþráð stig hjá Þóri og félögum sem voru búnir að tapa fimm deildarleikjum í röð fyrir leikinn.
Þórir hefur nú gefið þrjár stoðsendingar í fjórtán leikjum í Seríu A á þessari leiktíð en allar þessar stoðsendingar hafa komið á þessu ári og í síðustu átta leikjum hans.