„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 07:03 Þríeykið Rakel, Auður og Viktoría settu nýverið á laggirnar fjölskyldusýninguna, Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói. Aðsend „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s
Leikhús Börn og uppeldi Tjarnarbíó Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira