„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 07:03 Þríeykið Rakel, Auður og Viktoría settu nýverið á laggirnar fjölskyldusýninguna, Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói. Aðsend „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Sjá meira
Raddbandið setti nýverið upp fjölskyldusýninguna Hver vill vera prinsessa? í Tjarnarbíói, ásamt Söru Márti og Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Rakel segir að markmið sýningarinnar sé að senda mikilvæg skilaboð til allra litlu prinsanna og prinsessanna þarna úti með því að minna á mikilvægi vináttunnar, að fylgja hjartanu, elta draumana okkar og að við megum vera alls konar, okkar eigin útgáfur af prinsum og prinsessum. „Við vildum búa til sýningu sem myndi styrkja sjálfsmynd barna og sýna þeim að prinsessur geta verið svo miklu meira en bara sú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi henni. Við viljum að börn læri að fylgja eigin draumum, vera sjálfstæð og vera stolt af því sem þau eru,“ segir Rakel í samtali við Vísi. Nýttu orlofið vel Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rakel, Auður og Viktoría voru allar óléttar á sama tíma og eyddu miklum tíma saman. „Þetta gerðist svolítið óvænt. Okkur langaði að skapa eitthvað saman og það var svo gaman að við ákváðum að fara alla leið með þetta skapandi samstarf. Það er ekki leiðinlegt að skapa með bestu vinkonum sínum,“ segir Rakel brosandi. Þær hafi síðan komist í kynni við leikstjóra sýningarinnar sem kom með hugmyndina að prinsessuhugtakinu. „Við vorum áhugasamar um að skoða hugmyndina og þegar við byrjuðum að kryfja hana vildum við skoða hana í samhengi við börnin okkar. Okkur langaði að skapa sýningu með valdeflandi skilaboðum. Prinsessur eru til staðar í öllum hluta samfélagsins og það er spennandi að skoða þær út frá femínískum sjónarhorni og tala um prinsessur á nýjan og frjálsari hátt.“ Í dag, þegar börnin þeirra eru á þriðja aldursári, segir Rakel að það sé ómetanlegt að sjá gleðina sem skín úr augum þeirra þegar þau mæta í leikhúsið. „Dóttir mín hefur farið tvisvar á sýninguna og það er svo yndislegt að sjá hvernig henni finnst hún vera prinsessa líka. Hún elskar að sjá prinsessurnar syngja og dansa og hefur verið mjög spennt fyrir vináttu þeirra,“ segir Rakel. Prinsessur eru líka fyndnar og sterkar Rakel útskýrir að þær hafi horft á prinsessurnar með femínískum augum og breyta staðalímyndinni af prinsessum sem hún ólst upp við, líkt við þekkjum öll úr hinum klassísku Disney-myndum, þar sem prinsinn kom ríðandi á hvítum hesti, vakti prinsessuna með kossi úr værum svefni og þau lifðu hamingjusömu lífi til æviloka. „Við viljum að börn læri að vera þau sjálf til að vera hamingjusöm. Prinsessur eru ekki bara fallegar, prúðar og fínar. Í okkar sýningu sjáum við prinsessur sem eru líka fyndnar, sterkar, klárar og hafa stjórn á eigin lífi,“ útskýrir Rakel. Hér að neðan smá sjá stiklu úr sýningunni. s
Leikhús Börn og uppeldi Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Sjá meira