Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir tap á móti Tottenham á útivelli. Tottenham vann leikinn 3-1.
Eftir sigur Úlfanna í gær varð ljóst að Southampton varð að vinna í dag til að eiga möguleika á því að bjarga sér frá falli.
Það tókst ekki, liðið er lang neðst með tíu stig og 22 stigum frá öruggu sæti þegar aðeins 21 stig er eftir í pottinum.
Velski knattspyrnumaðurinn Brennan Johnson skoraði tvívegis fyrir Tottenham í fyrri hálfleiknum.
Fyrra markið skoraði hann á 13. mínútu eftir sendingu frá Djed Spence en það síðara á 42. mínútu eftir sendingu frá James Maddison.
Lucas Bergvall skoraði reyndar mark á 33. mínútu en Varsjáin dæmdi mark Svíans af vegna rangstöðu.
Mateus Fernandes minnkaði muninn í 2-1 á 90. mínútu en Southampton tókst ekki að bæta við fleiri mörkum og fall í ensku b-deildina er því staðreynd.
Mathys Tel gerði hlutina enn verri með því að innsigla sigurinn með marki úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu í uppbótatíma.
Þetta var mjög langþráður sigur hjá Tottenham sem hafði spilað fjóra deildarleiki í röð án þess að fagna sigri.