Belfius Mons tapaði 78-61 á móti Limburg eftir að hafa verið þremur stigum undir í hálfleik, 34-31.
Belfius Mons byrjaði leikinn vel og vann fyrsta leikhlutann en gaf svo eftir. Lokaleikhlutinn tapaðist síðan 28-14.
Stymir átti flottan leik, skoraði átján stig á 26 mínútum og var stighæsti leikmaður vallarins.
Styrmir hitti úr 5 af 14 skotum utan af velli og setti niður 8 af 9 vítum. Liðið vann með fjórum stigum þegar hann var inn á vellinum.