Lífið gott en ítalskan strembin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 09:31 Cecilía hefur fundið fjöl sína á Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega. Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira
Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Sjá meira