Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2025 13:01 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings sem nú er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hann þykir besti og erfiðasti mótherji deildarinnar. Vísir/Vilhelm Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu. Besta deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu.
Besta deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira