Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 15:17 Nadia Nadim er farin frá AC Milan, að láni til Hammarby, eftir að henni og þjálfara liðsins lenti saman. Getty/Giuseppe Cottini Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí. Sænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí.
Sænski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira