Fótbolti

Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævin­týri“

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru í aðalhlutverkum í þáttunum A&B.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru í aðalhlutverkum í þáttunum A&B. Stöð 2 Sport

„Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti.

Stiklu fyrir þættina má sjá hér að neðan.

Klippa: Stikla fyrir þættina um Arnar og Bjarka

Fyrsti þáttur af fjórum fer í loftið í kvöld og ber titilinn Barnastjörnur fara út í heim. Arnar og Bjarki ætluðu sér nefnilega snemma að fara út í atvinnumennsku og sigra heiminn. Eftir frábært ár 1992 voru þeir keyptir af hollenska stórliðinu Feyenoord en leiðin var ekki eins greið og lagt var upp með.

Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 20, samtímis á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×