Eberechi Eze fullkomnaði draumaviku og var í aðalhlutverki í leiknum. Eftir að hafa skorað sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England á mánudaginn þá kom Eze Palace yfir í dag með frábæru skoti í stöng og inn á 34. mínútu.
Eberechi Eze, that is magical ✨@EbereEze10 with a stunner for @CPFC 😮💨#EmiratesFACup pic.twitter.com/egkd7oEuDi
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 29, 2025
Ismaila Sarr skoraði örfáum mínútum síðar, eftir stoðsendingu frá Eze, og staðan var því afar vænleg fyrir Palace í hálfleik.
A quickfire double for @CPFC ⚡️
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 29, 2025
Eberechi Eze turns provider, as Ismaïla Sarr continues his incredible goalscoring form 🔥#EmiratesFACup pic.twitter.com/fK8XUQwCeW
Það var svo Eddie Nketiah sem innsiglaði sigur Palace á 75. mínútu þegar hann rétt slapp við rangstöðu og skoraði einn gegn markverði úr nokkuð þröngu færi.
Wembley calling? 📞
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 29, 2025
Eddie Nketiah gets in on the scoring for @CPFC by the tightest of margins 🦅#EmiratesFACup pic.twitter.com/0n6jkBECV3
Síðdegis mætast Brighton og Nottingham Forest en á morgun spilar Stefán Teitur Þórðarson með Preston gegn Aston Villa og loks mætast Bournemouth og Manchester City.
Palace hefur nú unnið tíu af þrettán keppnisleikjum sínum á árinu 2025 og á enn möguleika á sínum stærsta titli í sögu félagsins.
Oliver Glasner’s Crystal Palace side have won 10/13 competitive matches in 2025 and are now on their way to a Wembley FA Cup semi final 🏟️🔥
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 29, 2025
What a job the Austrian manager has done for the South London club👏 pic.twitter.com/Rirtmssm3V