Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Freyr Alexandersson tók við sem þjálfari Brann í janúar fyrr á þessu ári. Á morgun stýrir hann sínum fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni. Vísir/NTB Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum? Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum?
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira