Tara og Elfar fengu húsið afhent um helgina og eru þegar byrjuð á endurbótunum. Tara deildi myndbandi á Instagram-síðu sinni þar sem má sjá þegar hún er að rífa vegg niður í stofunni með stærðarinnar sleggju, í hælaskóm.
Um er að ræða 222 fermetra tveggja hæða hús sem var byggt árið 1990, þar af er 32 fermetra bílskúr. Húsið er vel skipulagt með rúmgóðum og björtum rýmum og fallegu útsýni til suðurs.
Gengið er inn á efri hæð hússins sem skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, gestasalerni og svefnherbergi. Útgengt er úr eldhúsinu á rúmgóðar suðursvalir.
Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, baðherbergi með bæði sturtu og baðkari, auk þvottahúss með útgengi í stóran og skjólgóður garð.





