Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 22:31 Alba Redondo skoraði opnunarmark leiksins. Diego Souto/Getty Images Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra. Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum. Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira
Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum.
Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira