„Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 19:38 Arnar Gunnlaugsson þurfti að sætta sig við tap í fyrstu tveimur leikjunum sem landsliðsþjálfari. KSÍ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. „Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
„Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira