„Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 19:38 Arnar Gunnlaugsson þurfti að sætta sig við tap í fyrstu tveimur leikjunum sem landsliðsþjálfari. KSÍ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. „Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn