„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. mars 2025 16:42 Breiðablik - Valur Besta Deild Karla Haust 2024 vísir/diego Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin. „Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“ Lengjubikar karla Valur Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
„Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“
Lengjubikar karla Valur Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira