Enska knattspyrnusambandið tilkynnti um ákvörðunina í dag. Brasilíski framherjinn gekkst við brotinu, að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Hann sást ítrekað öskra á Milos Kerkez, var dreginn úr aðstæðum og fylgt niður í klefa, eftir að hafa fengið rautt spjald.

Cunha hefur nú þegar tekið út tvo af fjórum leikjum, jafnteflið gegn Everton 8. mars og sigurinn gegn Southampton viku síðar. Hann mun missa af næsta leik gegn West Ham 1. apríl og einnig leiknum gegn Ipswich 5. apríl.
Cunha er markahæsti maður Úlfanna á tímabilinu með þrettán deildarmörk, auk fjögurra stoðsendinga og mun væntanlega snúa aftur á völlinn gegn Tottenham þann 13. apríl.
Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Cunha er sendur í bann, síðast var það þó stytt eftir hjartnæma afsökunarbeiðni.