„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 08:02 Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason eru með það á hreinu að Ísland þurfi svo sannarlega sigur á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira