Boston Celtics verður þar með dýrasta félag í sögu bandarískra íþrótta og tekur fram úr NFL-félaginu Washington Commanders sem árið 2023 var selt fyrir 6,05 milljarða dollara.
Það er Bill Chisholm, stofnandi fjárfestingafyrirtækisins Symphony Technology Group, sem nú eignast Celtics en hann kaupir félagið af Grousbeck-fjölskyldunni.
BREAKING: Bill Chisholm, managing partner at Symphony Technology Group, has agreed to purchase the Boston Celtics from the Grousbeck family for a valuation for $6.1 billion, sources tell ESPN. This now is the largest sale for a sports franchise in North America. pic.twitter.com/iPphqSQswe
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 20, 2025
Grousbeck-fjölskyldan hefur átt Celtics frá árinu 2002 en hún tilkynnti í júní í fyrra að til stæði að selja félagið.
Frá því að fjölskyldan eignaðist félagið hafa Celtics verið meðal betri liða NBA-deildarinnar og unnið tvo meistaratitla, þar á meðal í fyrra þegar liðið vann Dallas Mavericks í úrslitum, auk þess að komast í tvö önnur skipti í úrslitaeinvígið.
Grousbeck og Steve Pagliuca leiddu hóp sem keypti Celtics árið 2002 fyrir 360 milljónir Bandaríkjadala, eða sautján sinnum lægri upphæð en félagið er selt fyrir núna.
Boston Celtics er eitt sögufrægasta íþróttalið Bandaríkjanna með alls átján NBA-meistaratitla.