Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2025 14:26 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra með handhöfum landbúnaðarverðlaunanna 2025, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssonar, ábúendum á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði. Stjr Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag. Á vef stjórnarráðsins segir að Brúnastaðir sameini hefðbundinn íslenskan búskap við nýsköpun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. „Á býlinu eru 800 vetrarfóðraðar ær og 80 geitur auk allskyns annara dýra sem eru aðalpersónur húsdýragarðsins á bænum á sumrin. Bændurnir þar eru einnig sterkir þátttakendur í samfélagslegri ábyrgð og menntun, þar sem þau hafa m.a. tekið á móti nemum frá Landbúnaðarskóla Grænlands og verið fósturforeldrar í 27 ár. Brúnastaðir í Fljótum Brúnastaðir hafa skapað sér sérstöðu á Íslandi með framleiðslu á geita- og sauðamjólkurvörum. Árið 2020 hófu þau handverksostagerð og urðu þar með fyrsta býlið á Íslandi til að framleiða eigin geitaost. Þessi nýsköpun hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis og þau voru m.a. tilnefnd til Embla Nordic Food Awards árið 2022 fyrir framlag sitt til norrænnar matargerðar. Ostagerð Brúnastaða sker sig úr með áherslu á gæði, handverk og sjálfbærni, en öll framleiðsla þeirra er unnin á bænum með áherslu á náttúrulegar aðferðir og lágmarks umhverfisáhrif. Brúnastaðir leggja mikla áherslu á sjálfbæran búskap og umhverfisvernd. Þau hafa plantað yfir 70.000 trjám á 32 hektara svæði til að stuðla að bindingu kolefnis og bæta vistkerfi svæðisins. Þau hafa einnig verið þátttakendur í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Brúnastaðir í Fljótum.Stjr Bændur á Brúnastöðum hafa jafnframt verið ötulir í að efla tengingu milli bænda og samfélagsins. Þau bjóða reglulega upp á heimsóknir fyrir skóla, fjölskyldur og ferðamenn þar sem gestir geta fræðst um búskap, matvælaframleiðslu og íslenska náttúru. Gæludýragarðurinn á bænum er vinsæll meðal barna og fullorðinna, þar sem gestir fá tækifæri til að komast í návígi við íslensk húsdýr og kynnast fyrirmyndar búrekstri. Svo skemmtilega vill til að foreldrar Stefaníu Hjördísar, þau Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Ólafsdóttir, voru einnig handhafar landbúnaðarverðlaunanna árið 2001 fyrir búskap sinn í Keldudal í Hegranesi. Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Eftir að hafa blómstrað að sumri dreifir biðukollan fræjum sínum um víðan völl með vindinum. Fræin eru þannig vísbending um þá möguleika og tækifæri til vaxtar sem framtíðin ber í skauti sér.Um er að ræða 24 cm grip úr bronsi sem verið er að leggja lokahönd á ytra og var verðlaunahöfum afhent mynd af gripnum þangað til Biðukollan berst til landsins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Landbúnaður Skagafjörður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að Brúnastaðir sameini hefðbundinn íslenskan búskap við nýsköpun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. „Á býlinu eru 800 vetrarfóðraðar ær og 80 geitur auk allskyns annara dýra sem eru aðalpersónur húsdýragarðsins á bænum á sumrin. Bændurnir þar eru einnig sterkir þátttakendur í samfélagslegri ábyrgð og menntun, þar sem þau hafa m.a. tekið á móti nemum frá Landbúnaðarskóla Grænlands og verið fósturforeldrar í 27 ár. Brúnastaðir í Fljótum Brúnastaðir hafa skapað sér sérstöðu á Íslandi með framleiðslu á geita- og sauðamjólkurvörum. Árið 2020 hófu þau handverksostagerð og urðu þar með fyrsta býlið á Íslandi til að framleiða eigin geitaost. Þessi nýsköpun hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis og þau voru m.a. tilnefnd til Embla Nordic Food Awards árið 2022 fyrir framlag sitt til norrænnar matargerðar. Ostagerð Brúnastaða sker sig úr með áherslu á gæði, handverk og sjálfbærni, en öll framleiðsla þeirra er unnin á bænum með áherslu á náttúrulegar aðferðir og lágmarks umhverfisáhrif. Brúnastaðir leggja mikla áherslu á sjálfbæran búskap og umhverfisvernd. Þau hafa plantað yfir 70.000 trjám á 32 hektara svæði til að stuðla að bindingu kolefnis og bæta vistkerfi svæðisins. Þau hafa einnig verið þátttakendur í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Brúnastaðir í Fljótum.Stjr Bændur á Brúnastöðum hafa jafnframt verið ötulir í að efla tengingu milli bænda og samfélagsins. Þau bjóða reglulega upp á heimsóknir fyrir skóla, fjölskyldur og ferðamenn þar sem gestir geta fræðst um búskap, matvælaframleiðslu og íslenska náttúru. Gæludýragarðurinn á bænum er vinsæll meðal barna og fullorðinna, þar sem gestir fá tækifæri til að komast í návígi við íslensk húsdýr og kynnast fyrirmyndar búrekstri. Svo skemmtilega vill til að foreldrar Stefaníu Hjördísar, þau Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Ólafsdóttir, voru einnig handhafar landbúnaðarverðlaunanna árið 2001 fyrir búskap sinn í Keldudal í Hegranesi. Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Eftir að hafa blómstrað að sumri dreifir biðukollan fræjum sínum um víðan völl með vindinum. Fræin eru þannig vísbending um þá möguleika og tækifæri til vaxtar sem framtíðin ber í skauti sér.Um er að ræða 24 cm grip úr bronsi sem verið er að leggja lokahönd á ytra og var verðlaunahöfum afhent mynd af gripnum þangað til Biðukollan berst til landsins,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Landbúnaður Skagafjörður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?