Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:16 Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum fögnum því innilega að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hafi verið lagt fyrir á Alþingi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í þingsal í dag. Lögfesting samningsins verður gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk hér á landi og sannkallaður stóráfangi í réttindabaráttunni. ÖBÍ hefur barist fyrir lögfestingunni í 27 ár og er mikið gleðiefni að nú sjái fyrir endann á þeirri baráttu. Hvað er þessi samningur? SRFF var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum í mars 2007. Samningurinn var svo fullgiltur hér á landi í september 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra og efla virðingu fyrir eðlislægri reisn þess. Þetta er fyrst og fremst jafnréttissamningur og gengur út á að aðildarríki samningsins skuldbindi sig til að vinna að jöfnum rétti og tækifærum allra óháð fötlun. Lesa má íslenska þýðingu samningsins með því að smella á þennan hlekk. Lögfesting samningsins, sem nú er komin til meðferðar á Alþingi, snýst um að festa ákvæði SRFF í íslensk lög. Þannig verður tryggt að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti, til dæmis fyrir dómstólum. Undanfarin ár hefur ÖBÍ unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðsherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu. Og hvað svo? Þótt lögfesting SRFF sé mikið framfaraskref er ekki þar með sagt að með henni vinnist fullnaðarsigur í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Enn þarf að tryggja að ríki og sveitarfélög uppfylli ákvæði samningsins. Þingsályktun um landsáætlun um innleiðingu á SRFF var samþykkt á Alþingi í mars 2024 og innihélt hún 60 aðgerðir. Þetta var í fyrsta sinn sem samþykkt var heildstæð stefna í málefnum fatlaðs fólks. Staða fatlaðs fólks í íslensku samfélagi er almennt verri en annarra, skýrar niðurstöður um það hafa birst í rannsóknum sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök og þá endurspeglar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks alvarlega stöðu þess í samfélaginu. Nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varpa sömuleiðis alvarlegu ljósi á stöðu lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga til handa fötluðu fólki, eða öllu heldur skorti á þjónustu. Því er mikilvægt að halda áfram vinnu að því að tryggja lögbundna þjónustu, raunverulegt jafnrétti og réttlæti fyrir fatlað fólk á Íslandi og hvetja ÖBÍ ríki og sveitarfélög að vinna vel saman ÖBÍ réttindasamstörf fagna lögfestingu SRFF og eru reiðubúin til samstarfs um að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði samningsins. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun