„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2025 10:52 Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra. Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum. Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum.
Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira