Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2025 23:31 Götur eru tómar frá miðnætti í síðasta lagi til klukkan fimm alla morgna á meðan útgöngubann er í gildi. Vísir/Elín Margrét Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú. Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Það er útgöngubann frá miðnætti svo enginn er á ferli, hvorki fólk né fararskjótar, sem gerir það að verkum að suðið í drónunum og sprengingar í lofti úr fjarska rjúfa algjöra þögnina sem annars ríkir í borginni. Nokkuð öflugar loftvarnir eru í Kænugarði og þykir borgin frekar vel varin. Þannig er hávaðinn í lofti í senn merki um árangursríkar loftvarnir. Allir eru þó vel á varðbergi. Þótt þetta séu mestu lætin sem við höfum orðið vör við hér í Kænugarði síðan íslenski hópurinn kom til borgarinnar á sunnudagskvöld er á sama tíma hálf súrrealískt að átta sig á því hversu hversdagslegt þetta ástand er orðið fyrir heimamenn. Partur af þeim blákalda veruleika sem Úkraínumenn hafa búið við í rúm þrjú ár síðan allsherjarinnrás Rússa hófst í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.EPA/Sean Gallup Sjálfur segir Volódimír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlinum X að kvöldið í kvöld sé engin undantekning. „Það eru þessar tegundir næturárása Rússlands sem eyðileggja orkugeirann okkar, innviði okkar og eðlilegt líf Úkraínumanna. Og sú staðreynd að þetta kvöld er engin undantekning sýnir að þrýstingur á Rússland verður að halda áfram í þágu friðar,“ skrifar Selenskí. Skotið á sjúkrahús í Sumy Í dag hafi Pútín Rússlandsforseti í reynd hafnað tillögu um fullt vopnahlé að því er segir í færslu Selenskís. „Núna, á mörgum svæðum, getur þú bókstaflega heyrt hvað Rússar raunverulega þurfa. Um það bil 40 „shahed“-drónar eru á himninum okkar og loftvarnir eru virkar,“ skrifar Selenskí. Því miður hafi Rússum tekist að hitta einhver skotmörk í kvöld, til að mynda sjúkrahús í Sumy í norðaustur hluta Úkraínu, árásir á borgir á Donetsk-svæðinu og drónar á sveimi yfir Kænugarði, Zhytomyr, Sumy, Chernihiv, Poltava, Kharkiv, Kirovohrad, Dnipropetrovsk og Cherkasy. Við heimsótti einmitt borgina Poltava fyrr í dag þar sem fréttastofa hitti íbúa sem hafa misst bæði vini, ættingja og heimili í árásum Rússa fyrr á þessu ári. Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði - Vísir
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent