Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2025 19:39 Skiltið, sem Vegagerðin var að setja upp við brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028. Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira