Óbærileg bið eftir kvöldinu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 12:00 Daníel Andri stýrði Þór í bikarúrslitum í fyrra og vonast til að komast skrefinu lengra í ár, og taka titilinn. Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu. Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi. Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi.
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira