Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2025 09:26 Lögregla stendur vaktina við forsætisráðuneytið við Hverfisgötu. Vísir/Anton Brink Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt. Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína hafði boðað til mótmælanna í morgun áður en til árása Ísraela í nótt kom. Mótmælin eiga að þrýsta á ríkisstjórnina að taka frumkvæðið að viðræðum um efnahagslegar og pólitískar þvinganir gegn Ísrael á vettvangi Norðurlandanna. Fréttamaður Vísis sem var á staðnum segir að um sextíu mótmælendur hafi verið saman komnir fyrir utan ríkisstjórnarfundinn og gert hróp að ráðherrum þegar þeir mættu til hans. Krafan er um sniðgöngu Ísraels.Vísir/Anton Brink Mótmælendurnir voru meðal annars með gjallarhorn og hrópuðu slagorð til stuðnings Palestínumönnum eins og „Leyfið Gasa að lifa“. Mótmælendur með fána Palestínu fylgdust með þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti til ríkisstjórnarfundar á Hverfisgötu í morgun.Vísir/Anton Brink Þegar Ingu Sæland, félagsmálaráðherra, bar að garði kölluðu mótmælendur á hana hvað hún ætlaði að gera fyrir börn á Gasa. „Halda áfram að senda þeim ást og kærleika,“ var svar ráðherrans sem virtist ekki falla vel í kramið hjá mótmælendunum. Magnús Magnússon, stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína, sagði í viðtali að upphaflega hefði verið boðað til mótmælanna vegna þess að Ísraelar hafi svelt Gasaströndina og brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem tók gildi 19. janúar. Palestínufánarnir eru áberandi.Vísir/Anton Brink Í nótt hafi stórskotahríð Ísraela á Gasa hins vegar hafist aftur. „Núna krefjumst við þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og styðji palestínsku þjóðina og beiti sér fyrir refsiaðgerðum gegn Ísrael,“ sagði Magnús. Hann var hugsi yfir orðum Ingu Sæland um ást og kærleik. Börnin á Gasa þyrftu meira en það. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína, kallaði ísraelska ráðamenn stríðsglæpamenn í viðtali. Einn mótmælandi er með trommu.Vísir/Anton Brink Þeir sem hefðu látist í nótt og í morgun hafi að miklu leyti verið konur og börn Hundruð væru slösuð til viðbótar við þá sem féllu. Þá væru sjúkrahús á Gasa illa í stakk búin að taka við þeim særðu þar sem Ísraelar hafi lokað á alla flutninga nauðsynja eins og vatns, matvæla og lyfja undanfarnar vikur. Um sextíu manns standa við ríkisstjórnarfundinn.Vísir/Anton Brink „Það er ákaflega mikilvægt núna að ríkisstjórnin láti frá sér heyra og það kröftuglega og standi við gefin fyrirheit um að gripið verði til refsiaðgerða,“ sagði Sveinn Rúnar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira