Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 08:32 Grindvíkingar spila í treyjum merktum #TeamVarnargardar í sumar. UMFG/Baldur Kristjánsson Verktakarnir sem unnið hafa við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og stærstu birgjar þeirra, hafa nú tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur. Í kjölfar eldgosanna á Reykjanesskaga, sem talið er að haldi áfram á næstu dögum, missti knattspyrnudeild Grindavíkur sína helstu styrktaraðila enda urðu þeir flestir fyrir miklum áhrifum af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hafa verktakarnir sem reistu varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og birgjar þeirra, hins vegar brugðist við og sameinast um að styðja við knattspyrnulið bæjarins. Eins og greint hefur verið frá á Vísi þá stefna Grindvíkingar áfram að því að tefla fram knattspyrnuliðum í sumar og samkvæmt plani mun karlalið félagsins spila sína heimaleiki í Lengjudeildinni í Grindavík, á Stakkavíkurvelli. Kvennaliðið hefur sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ. Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Vísi í síðasta mánuði að mönnum væri full alvara með því að stefna á að spila í bænum: „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Verktakarnir og birgjarnir sem ákveðið hafa að styðja við fótboltalið Grindavíkur eru: Ístak hf. Íslenskir Aðalverktakar hf Sveinsverk ehf Ingileifur Jónsson ehf Fossvélar Hefilverk ehf Skeljungur Klettur Kraftvélar Armar Ehf Berg Verktakar ehf Á nýjum treyjum Grindvíkinga sem sjá má hér að ofan er svo nýtt lógó sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Í kjölfar eldgosanna á Reykjanesskaga, sem talið er að haldi áfram á næstu dögum, missti knattspyrnudeild Grindavíkur sína helstu styrktaraðila enda urðu þeir flestir fyrir miklum áhrifum af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hafa verktakarnir sem reistu varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og birgjar þeirra, hins vegar brugðist við og sameinast um að styðja við knattspyrnulið bæjarins. Eins og greint hefur verið frá á Vísi þá stefna Grindvíkingar áfram að því að tefla fram knattspyrnuliðum í sumar og samkvæmt plani mun karlalið félagsins spila sína heimaleiki í Lengjudeildinni í Grindavík, á Stakkavíkurvelli. Kvennaliðið hefur sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ. Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Vísi í síðasta mánuði að mönnum væri full alvara með því að stefna á að spila í bænum: „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Verktakarnir og birgjarnir sem ákveðið hafa að styðja við fótboltalið Grindavíkur eru: Ístak hf. Íslenskir Aðalverktakar hf Sveinsverk ehf Ingileifur Jónsson ehf Fossvélar Hefilverk ehf Skeljungur Klettur Kraftvélar Armar Ehf Berg Verktakar ehf Á nýjum treyjum Grindvíkinga sem sjá má hér að ofan er svo nýtt lógó sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira