Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 14:52 Það kemur á óvart hvað húsið er stórt að sögn Vilhjálms. VB Eignir „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir
Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira